Fréttir

Ferðasaga - göngugleði 1. apríl

Í sunnanandvara, við hitastig yfir meðaltali var haldið suður með sjó og bílum lagt á bílastæði sunnan vegar á móts við Straumsvík (rétt vestan við verksmiðjuna).  Þar var haldið til suðurs eftir vörðuðum stíg...

Fullbókað á Hvannadalshnjúk

Fullbókað er er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna en félagið fer með 100 manna hóp á hæsta tind landsins 26. maí.  Þegar eru um 18 manns komnir á biðlista í ferðina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni.

Tilboð til félagsmanna FÍ frá Cintamani búðinni

Cintamani búðin Laugavegi 11 býður nú félagsmönnum í FÍ einstakt tilboð.  Frá 2.- 14. apríl fá félagsmenn Ferðafélagsins 20% afslátt af vörunum okkar gegn framvísum félagsskírteinis

Þrautarganga hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs býður upp á spennandi göngu á föstudaginn langa 6. apríl 2007.

Jeppadeildin í Langadal - Kirkjuferð í Hvalsnes aflýst

Jeppadeild FÍ verður með bækistöðvar í Langadal yfir páskana.  Farið verður í jeppaferðir  á hverjum degi og boðið upp á vaðnámskeið á laugardegi. Auk þess verður ekið um gamlar og nýjar slóðir og meðal annars yfir Markárfljót.  Skálaverðir verða á svæðinu.

Páskar í Landmannalaugum

Ferðafélagið verður með skálavörslu í Landmannalaugum yfir páskana. Panta þarf gistingu í skálann á skrifstofu FÍ.  Ef þátttaka er fyrir hendi verður boðið upp á dagsferðir frá skálanum.  Ferðamenn koma á eigin vegum í Landmannalaugar.

Jeppadeildin í Þórsmörk yfir páskana

Jeppadeild Ferðafélagsins verður með aðsetur í Langadal í Þórsmörk yfir páskana og fer í lengri eða skemmri dagsferðir frá skála FÍ.  Verð fyrir jeppa í ferðir jeppadeildar er krónur 6000 hvort heldur tekið er þátt í öllum ferðum yfir páskana eða færri. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir sjálfboðaliðum í skála

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir sjálfboðaliðum í skálann í Húsavík.  Sjálfboðaliða vantar vikurnar: 13.-20.júlí, 21.-27. júlí og 24.-31. ágúst. 

Hvannadalshnjúkur - æfing - Esjan 4. apríl

Gengið verður á Esjuna 4. apríl í undirbúningi fyrir göngu FÍ á Hvannadalshnjúk.  Mæting kl. 17.55 við bílastæðið við Mógilsá en gangan hefst kl. 18. Þátttaka er ókeypis allir velkomnir.

Göngugleði - ferðasaga - 25 mars

Mættir voru 17 manns, 10 með skiði og 7 án þeirra.  Þeir skíðalausu héldu í Búrfellsgjá og eru þeir þar með úr sögunni. Skíðafólkið hélt í Bláfjöll að vanda. Stoppað var austan við Eldborgina og skíðin tekin af og haldið af stað. Þá var hörkurok....