Göngugleði - ferðasaga 18. mars
19.03.2007
Mættir voru 14 göngugarpar í göngugleði sl sunnudag, fjórir af þeim án skíða og fóru þeir í Heiðmörk og eru þar með úr sögunni. Hinir tíu héldu í Bláfjöll. Þar var þá rok og allmikill skafrenningur svo ákveðið var að aka til baka og að tillögu Ólafar Sig var ákveðið að ganga niður með Stóra Kóngsfelli og niður um Kristjánsfelli í húsið við Selvogsgötu.