Fréttir

Göngugleðin á sunnudögum

Göngugleði FÍ á sunnudögum stendur fram á vor. Þá hittast galvaskir göngufélagar við Mörkina 6 kl. 10.30 á sunnudagsmorgnum og koma sér saman um hvert skuli haldið.  Síðan er þjappað sér saman í bíla og ekið á upphafsstað gönguleiðar.  Gengið er í ca 2 - 5 klst eftir stemmingu og aðstæðum. 

Nýr myndavefur á heimasíðu FÍ

Á heimasíðu FÍ er nýtt myndakerfi þar sem hægt er að skoða myndir úr ferðum og starfi FÍ.  Smellt er á  linkinn myndir á borðanum efst á síðunni.  Félagsmenn eru hvattir til að senda myndir úr ferðum á fi@fi.is og verða myndir settar í myndabankann.  Nýjustu myndirnar eru úr göngugleði FÍ í vetur.

Ferð í Hrómyndarey

Fyrsta ferð Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu á þessu ári var farin í lok mars í Hrómundarey í Álftafirði. Um 38 manns á 12 jeppum tóku þátt í ferðinni. Við vorum heppin með veður og ferðin tókst í alla staði mjög vel...

Myndakvöld 18 apríl - Max Schmid

Næsta myndakvöld FÍ verður 18 apríl nk. Þá sýnir ljósmyndarinn Max Schmid myndir úr ferðum sínum um náttúru landsins.  Myndakvöldið hefst kl. 20.00. Allir velkomnir, aðgangseyrir kr. 600. Kaffi og með því.

Fullbókað í söguferð - nokkur sæti laus í áhugaverðar ferðir

Fullbókað er í söguferð á Vesturlandi með Sigrúnu Valbergsdóttur um miðjan maí.  Fullbókað er í 14 sumarleyfisferðir FÍ í sumar.  Vakin er athygli á nokkrum ferðum þar sem örfá sæti eru laus. no

Árbókin í prentsmiðju

Árbók FÍ 2007 er nú í prentun.  Árbókin er um Austur Húnavatnssýlsu og ritar Jón Torfason sagnfræðingur textann í  bókinni.  

Á gönguskíðum í Landmannalaugar

Ferðafélagið býður upp á gönguskíðaferð í Landmannalaugar um næstu helgi. Lagt verður af stað á föstudagsmorgni frá Mörkinni 6 kl. 8.  Gengið verður í Laugar og til baka og komið heim á sunnudegi. 

Jöklanámskeið fyrir fararstjóra FÍ

Ferðafélag Íslands leggur mikið upp úr öruggri fararstjórn í ferðum sínum og hefur nú náð samkomulagi við Jökul Bergmann fjallaleiðsögumann og Harald Örn Ólafsson um þjálfun fyrir jöklafararstjóra félagsins.  

Ferðafélagið kaupir Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi

Ferðafélag Íslands hefur keypt Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi af Flugbjörgunarsveitinni í Skógum.  Samningar þess efnis voru undirritaðir að Skógum fyrir skömmu.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins segir ætlunin sé að endurnýja skálann og bæta aðstöðu fyrir göngumenn á Fimmvörðuhálsi.

The Icelandic Touring Association

The aim of The Iceland Touring Association, founded in 1927, is to promote and organize traveling within the country. The ITA owns and operates numerous mountain huts where hikers and other travelers can get a sleeping bag accommodation (pre-booking necessary).