Fréttir

Esjuhappdrætti FÍ og SPRON hefst í dag

Ferðafélag Íslands, SPRON og Íslensku alparnir standa fyrir Esjuhappdrætti FÍ og SPRON nú þriðja sumarið í röð. Allir sem skrifa nafn sitt og netfang í gestabók sem geymd er í útsýnisskífu FÍ á Þverfellshorni lenda í potti sem dregið er úr vikulega. Vinningshafi hlýtur veglega gönguskó frá Íslensku ölpunum í verðlaun.

Fréttapóstur frá FÍ 30. maí

Fréttapóstur frá FÍ 30. maí.

Myndir af Hvannadalshnjúk um sl. helgi

Ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna gekk vel. Allir þátttakendur komust á toppinn. Þátttakendur eru hvattir til að senda myndir úr ferðinni á fi@fi.is og verða þær settar á heimasíðu FÍ.  Sjá myndir

Myndir frá Drangajökli

Ferð FÍ yfir Drangajökul í Reykjarfjörð og Hrafnfjörð gekk vel.  Einmuna veðurblíða lék við göngumenn alla daga.  Hægt er að sjá myndir úr ferðinni og ferðasaga er væntanleg.

Hvannadalshnjúkur - ferðin færð aftur á yfir á laugardagsmorgun

Ferð FÍ á Hvannadalshnjúk sem færð hafði verið fram á sunnudag, hefur nú verið færð aftur til laugardags, og verður lagt af stað í gönguna kl. 05 í fyrramálið.  Vegna nýrra upplýsinga frá Veðurstofu og breytinga á veðurspá var ferðin færð aftur yfir á laugardag.

Fréttapóstur FÍ 24. maí

Fréttapóstur frá FÍ 24. maí.

Hvannadalshnjúkur - ferðinni frestað til sunnudagsmorguns.

Ferð FÍ á Hvannadalshnjúk hefur verið frestað til sunnudags og verður gengið af stað á sunnudagsmorgni kl. 04.  Eftir að hafa skoðað vandlega verðurspár og rætt við veðurfræðinga er ljóst að útlitið fyrir sunnudaginn er mun betra en fyrir laugardaginn. Vindur verður þónokkur á laugardag en síðan lægir á sunnudagsmorgun.   Lagt verður af stað frá Sandfelli kl. 4:00 á sunnudagsmorgun.

Undirbúningsfundur fyrir Hvannadalshnjúk

Ferðafélagið stendur fyrir undirbúningsfundi miðvikudagskvöld 23. maí kl. 20 fyrir ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri í ferðinni fer yfir helstu atriði, búnað, nesti, fatnað, öryggisatriði, ferðatilhögun og fleira.

Ölkelduháls með FÍ og Landvernd

FÍ og Landvernd standa saman að ferð um Ölkelduháls og Reykjadal á Hvítasunnudag, 27. maí nk. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 9 og að loknum fræðslufundi í hótel Eldhestum verður ekið upp á Ölkelduháls og síðan gengið suður Dalafell og niður Rjúpnabrekkur.  Freysteinn Sigurðsson heldur fyrirlestur og Björn Pálsson annast leiðsögn.

Drangajökull og Reykjafjörður um Hvítasunnuhelgina

Nokkur sæti laus í skíðaferð yfir Drangajökul um Hvítasunnuna.  Þátttakendur koma á eigin bílum að Dalbæ við Unaðsdal á föstudagskvöld þar sem gist er fyrstu nóttina.  Að morgni laugardags er lagt af stað yfir Drangajökul og gengið yfir í Reykjafjörð þar sem gist verður í tvær nætur.  Aðeins er gengið með dagpoka, vistir fluttar sjóleiðina í Reykjafjörð.  Í dag 17. maí 2007 er vetrartíð á Drangajökli.  Á hájökli er mikill nýfallinn snjór og eru horfur á að heldur bæti á næstu daga. Maí hefur verið kaldur og því er óvenjumikill snjór á leiðinni ef miðað er við síðustu ár.