Fréttir

Esjudagurinn - SPRON og FÍ - laugardaginn 23. júní

SPRON og Ferðafélag Íslands bjóða þér og fjölskyldunni að taka þátt í árlegum Esjudegi á Jónsmessunni laugardaginn 23. júní 2007 Frábær skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna. Frá kl. 13.00 – 15.00 verður boðið upp á Esjukapphlaup, Karíus og Baktus, Nylon, Jógvan, gönguferðir, hoppukastala, gos, grill og margt fleira skemmtilegt. Um kvöldið verður sannkölluð Jónsmessustemmning og verður gengið upp á Þverfellshorn. Söngur, glens og gaman og Jónsmessubrenna á toppi Esjunnar ef veður leyfir.

Brenna á Esjunni

Ferðafélagið stendur fyrir brennu á Þverfellshorni á Jónsmessunótt.  Brennan er liður í dagskrá Esjudagsins sem FÍ og SPRON standa fyrir 23. júní. Um leið og eldur verður borinn að brennu verður stiginn dans og sungnir álfasöngvar við undirspil Guðmundar Hallvarðssonar Hornstrandajarls.   Við upphaf jónsmessugöngunnar á Esjuna sem hefst kl. 20.30 mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjalla um jónsmessuna og ýmsa siði er henni fylgja og Þjóðdansafélagið mun stíga dans.  Dagskráin verður öll hin þjóðlegasta og rómantískasta þar með miðsumarnætursólargeislar munu lita himininn rauðan um miðnætti þegar kveikt verður í brennunni. FÍ stóð fyrst fyrir Esjudegi 1994 og síðan 1997 hafa FÍ og SPRON staðið saman að Esjudeginum. Dagskráin Esjudagsins er tvískipt og afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Þátttakan er ókeypis og allir velkomnir. Með bestu kveðju Ferðafélag Íslands / SPRON

Villý í beinni

Vilborg Arna Gissurardóttir starfsmaður Ferðafélagsins var í beinni útsendingu á vef - fréttamiðli mbl.is í gærdag.  Þar ræddi Villý um Esjudaginn og ýmis fleiri verkefni FÍ.  Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér

Eyjafjöll 23. júní - aflýst

Ferð FÍ um Eyjafjöll laugardaginn 23. júní hefur verið aflýst.

Leggjarbrjótur 17. júní - myndasyrpa

Tæplega sjötíu manns tóku þátt í gönguferð FÍ um Leggjarbrjót, frá Þingvöllum yfir í Hvalfjarðarbotn 17. júní í einmuna veðurblíðu.  Sjá myndir úr ferðinni.

Mikil stemming í fornbílaferðinni um Kóngsveginn - sjá myndir

Mikill stemming var í ferð FÍ og Fornbílaklúbbs Íslands á laugardag þegar ekið var frá Reykjavík að Laugavatni til að minnast ferðar Friðriks VIII fyrir 100 árum.  Alls tóku 95 manns þátt í ferðinni og voru 25 fornbílar í ferðinni.  Sérstakt leyfi var fengið hjá Þjóðgarðinum ti að aka niður Almannagjá. Sjá myndir úr ferðinni af vef Fornbílaklúbbsins. Myndirnar verða settar á vef FÍ í stærri upplausn á næstunni.

Jónsmessuganga FÍ á Heklu

Jónsmessuganga FÍ á Heklu verður föstudaginn 22. júní.  Góð stemming er fyrir ferðinni og þegar hafa 100 manns skráð sig í ferðina. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.  Ekið er sem leið liggur upp Landsveit, ekinn Landmannavegur ( ekið er fram hjá Búrfelli á vinstri hönd beygt þar sem ekið er upp í Dómadal) og að Skjólkvíum þaðan sem gangan hefst. Áæltað er að gangan hefjist kl. 20.30 og komið verði á topp Heklu laust eftir miðnætti.  Áætlað er að komið verði niður að bílastæði á milli 02 - 03 og til Reykjavíkur tveimur tímum síðar eða um kl 5 að morgni. Boðið er upp á far með rútu og kostar ferðin þá kr. 3000 fyrir ferðaféalgsfólk en 5000 fyrir aðra. Einnig getur fólk ekið á einkabílum og kostar ferðin þá kr. 2000. Fararstjóri er Páll Guðmundsson Leiðsögn Sveinn Sigurjónsson bóndi á Galtalæk II Jóhann Thorarensen jarðfræðingur hjá Landgræðslunni.  

Ungfrú Rauðisandur.is

Ævintýraferð í lok júlí um Rauðasand með gönguferðum, kajaksiglingu, sjóstangaveiði, grillveislu og kaffikvöldi.  Fjögurra daga ferð þar sem fararstjórinn ungfrú Rauðisandur.is leiðir þátttakendur um frægar slóðir, meðal annars um Sjöunduá, Stálfjall, Rauðasand, Hlein, Skor og Melanesi,  Selárdal, Uppsali, Látrabjarg og fleiri staði.

Fréttapóstur FÍ 13. júní

Kóngsvegur í fornbílum, Fimmvörðuháls um helgina, Leggjarbrjótur 17. júní, jónsmessuganga á Heklu, Esjudagur og miðnæturstemming á Þverfellshorni, Ungfrú Rauðasandur.is, Arnarvatnsheiði og Sæludagar í Hlöðuvík.

Spennandi dagsferðir framundan hjá FÍ

Kóngsvegurinn í fornbílum, Leggjarbrjótur, miðnæturganga undir Eyjafjöllum, Jónsmessuganga á Heklu,  Jónsmessu og miðnæturstemmning í Esjunni og Esjudagurinn, Langisjór, Breiðbakur og Fögrufjöll og sigling niður Brúará og Hvítá er á meðal spennandi dagsferða sem framundan eru hjá Ferðafélaginu.  Lýsing á þessum ferðum er að finna undir ferðir hér á heimasíðunni.  Nauðsynlegt er að bóka sig í dagsferðirnar þar sem takmarkað sætapláss er í mörgum ferðanna.