Fréttir

Snjókoma í Hrafntinnuskeri

Í gær og í dag hefur snjóað í Hrafntinnuskeri.  Kvennaferð FÍ um Laugaveginn lagði af stað í gær og fékk snjókomu í fangið.  Í dag hefur bætt í snjóinn og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir á leið sinni um Laugaveginn.

Sjókoma í Hrafntinnuskeri

Í gær og í dag hefur snjóað í Hrafntinnuskeri.  Kvennaferð FÍ um Laugaveginn lagði af stað í gær og fékk snjókomu í fangið.  Í dag hefur bætt í snjóinn og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir á leið sinni um Laugaveginn.

Sumarleyfisferð bíladeildar 27. júlí

Föstudaginn 27. júlí til miðvikudagsins 1. ágúst - Sumarleyfisferð fyrir alla bíla. Fimm gistinætur. Unnt að slást í förina hvaða dag sem er - og hver og einn getur horfið heim á leið þegar hann vill.  Fararstjóri Gísli Ólafur Pétursson. Athugið einnig síðsumarferð bíladieldar fyrir jeppa og haustferð bíladeildar fyrir jeppa.

Ljóðabók Valgarðs Egilssonar á tilboði fyrir Ferðafélaga

Komin er út ljóðabók, Á mörkum, eftir Valgarð Egilsson lækni og fráfarandi varaforseta Ferðafélags Íslands. JPV útgáfa gefur bókina út. Félagsmönnum F. Í. gefst færi á að kaupa bókina á tilboðsverði, 30 % lægra verði en útúr bókabúð( verð í bókabúð er 1990 kr.).

Esjudagurinn - myndir

Esjudagurinn í gær fór vel fram og veðrið lék við þátttakendur og gesti.  Sjá myndir:Myndirnar tók Smári Jósafatsson fararstjóri miðvikudagsgöngum FÍ og SPRON á Ejsuna.    

Bálhvasst á Þverfellshorni

Á milli 3 - 400 manns tóku þátt í Jónsmessugöngu FÍ og SPRON á Þverfellshorn.  Dagskráin hófst kl. 20.30. Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur talaði um Jónsmessuna og Þjóðdansafélagið sýndi nokkra dansa.  Gönguferðin á Þverfellshorn hófst kl. 21 og voru flestir komnir á toppinn um kl. 23.  Á Þverfellshorni var bálhvasst og var því ekki hægt að kveikja í brennu sem til stóð að gera.  Eftir miðnætti lægði á toppnum en þá voru flestir komnir niður. Fjölmargir tóku því þó rólega og undu sér vel í náttúrufegurðinni í hlíðum Esjunnar á jónsmessunótt.  Enginn sást þó baða sig í dögginni enda menn kannski feimnir við það eftir útskýringar Árna Björnssonar.

Sumarleyfisferðir í fullan gang

Sumarleyfisferðir FÍ eru nú komnar í fullan gang.  Á næstu vikum er á  2 - 3 daga fresti er lagt í 4 -8 daga sumarleyfisferðir um allt land. Óbyggðagönguferðir þar sem gist er skálum eða tjöldum.

Tvöþúsund manns við hátíðarhöld á Esjudegi Fí og SPRON - brenna í kvöld á Þverfellshorni.

Veðrið lék við þátttakendur á Ejsudegi FÍ og SPRON í dag.  Dagskráin hófst klukkan 13.00. Fjölbreytt dagsrká var í boði, Esjukapphlaup, gönguferðir á Þverfellshorn og skógargöngur. Nylon, Jóvgan, Karíus og Baktus og fleiri skemmtu gestum.  Talið er að allt tvöþúsund gestir hafa heimsótt Esjuna í dag.  Í kvöld er miðnætur og Jónsmessuganga og hefst dagskráin kl. 20.30.  Kveikt verður í brennu á Þverfellshorni um kl 23.30 í kvöld, sungnir álfasöngvar og dansað.

Íslandsmet á Heklu - 165 manns í Jónsmessugöngu FÍ

Fjölmenni tók þátt í Jónsmessugöngu FÍ á Heklu í nótt.  Alls voru 165 skráðir þátttakendur í ferðinni og er það fjölmennasti hópur sem gengið hefur á Heklu í einni göngu.  Hópurinn var á toppnum laust eftir miðnætti og komið var niður um þrjúleytið.  Páll Guðmundsson fararstjóri í ferðinni sagði að stemmingin hefði verið góð, veðrið frábært og útsýnið einstakt, ekki síst miðnætursólarroðinn.  Sjá myndir úr ferðinni

Til Heklufara FÍ - dagskrá ferðar

Góð stemming er fyrir Jónsmessugöngu FÍ á Heklu. Alls eru 165 þátttakendur skráðir í ferðina og hefur ferðinni verið lokað.  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 18 stundvíslega. Næsta stopp er við Heklusetrið við Leirubakka í Landsveit, áætlað um 19. 40.  Þar verður sjoppu og pissustopp auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að skoða Heklusetrið í boði FÍ.   Áætlað er að vera við Skjólkvíar um kl. 20. 45 og gangan á Heklu hefjist kl. 21.00. Páll Guðmundsson er fararstjóri í ferðinni og honum til aðstoðar 8 fararstjórar og 2 leiðsögumenn.