Fréttir

Fræðslurit FÍ nr 14 - Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

í sumar kom út fræðslurit FÍ, Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar og er það 14. í röð fræðslurita FÍ.  Í ritinu er lýsingar á gönguleiðum um stórbrotið landsvæði  þar sem fjöll og fossar, skógur og kjarr, jöklar og sandar, koma oft fyrir augum samtímis. Fræðsluritið fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 en verður fáanlegt í öllum helstu bókabúðum á næstunni.

Göngugleði á sunnudögum

Sl sunnudag fóru göngugarpar í skemmtilega gönguferð í frábæru veðri.  Fyrst var ekið að Vatnsskarði. Þar var ökutækið yfirgefið og haldið í átt að Fjallinu - eina. Gengið var um Dyngjuhraun að norðurenda fellsins.  Í leiðinni var stansað við gíghrúguld nokkur þar sem efnistaka hefur lengi farið fram en er nú hætt....

Breyttur opnunartími á skrifstofu FÍ

Frá 1. september verður skrifstofa FÍ opinn frá kl 12.00 - 17.00.

Göngugleði á sunnudögum

Göngugleðin og Haustgangan Ágætu ferðaféalgar og Hornstrandafarar FÍ  !  Þá eru flestir komnir til byggða eftir ferðalög sumarsins og ekki seinna vænna en að reima aftur á sig gönguskóna því við erum farin að huga að gönguferðum haustsins. Við munum hefja Göngugleðina sunnudaginn 2. september

Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

Í sumar kom út fræðsluritið Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar. Leifur Þorsteinsson skrifar um gönguleiðir á svæðinu en auk þess er að finna í ritinu fjölmargar myndir og kort.  Fræðsluitið fæst á skrifstofu FÍ og kostar kr. 1900.

Framkvæmdir í Norðurfirði

Nú er nýlokið framkvæmdum í skála FÍ í Norðurfirði á Ströndum þar sem unnið var að lagfæringum og endurbótum á hlöðunni sem mun nýtast fyrir dagsferðar hópa sem og sem gistipláss. Fóstrahópur skálans undir styrkri stjórn Jóhönnu Gestsdóttur endurnýjaði allt gólf í hlöðunni og má sjá myndir úr vinnuferðinni á myndasíðu FÍ.  Umferð hefur verið mikil í skálann í Norðurfirði í sumar og hefur skálavörðurinn Áslaug Halla Guðmundsdóttir staðið vaktina af mikilli samviskusemi en hún er elsti skálavörður FÍ 78 ára gömul en sjaldan verið sprækari.  Sjá myndir

Síldarmannagöngur - dagsferð

Skemmtileg dagsferð með FÍ eftir Síldarmannagötum, forn Þjóðleið þegar farið var í síldargöngur yfir Botnsheiði.  Leifur Þorsteinsson höfundur fræðslurits FÍ sem kom út í sumar um gönguleiðir í botni Hvalfjarðar er fararstjóri í gönguferðinni.

Myndir úr sumarleyfisferðum

Nú er að finna myndir úr sumarleyfisferðum FÍ á myndasíðunni hér á heimasíðu FÍ.  Myndir úr sumarleyfisferðum eru að berast skrifstofu FÍ og eru settar í myndabankann.  Ferðafélagið leitar eftir áhugasömum félagsmönnum til að setjast í myndanefnd FÍ sem hefur umsjón með myndakvöldum FÍ í vetur. Áhugasamir hafi samband við framkvæmdastjóra FÍ.

Laugavegurinn, síðasta ferð sumarsins

Þann 30 ágúst verður lagt upp í síðustu ferð sumarsins á Laugaveginn.  Gönguleiðin er bæði falleg og fjölbreytt. María Dögg Tryggvadóttir verður fararstjóri að þessu sinni en hún þekkir svæðið mjög vel. Gengnar verða 4 dagleiðir og endað er með fjörugri grillveislu í Þórsmörk. Haldið er heim eftir morgunleikfimi á 5. degi. Skráning er á skrifstofu FÍ  

Myndir úr sumarleyfisferðum FÍ

Nýjar myndir úr sumarleyfisferðum FI er nú að finna á myndasíðu FÍ hér á heimasíðunni. Þátttakendur í ferðum sumarsins eru hvattir til að senda skrifstofu FÍ myndir úr ferðum.