Fréttir

Náttúrusvæði í Langadal í Þórsmörk

Pokasjóður verslunarinnar styrkti Ferðafélag Íslands á dögunum til uppbyggingar í Þórsmörk og verður lögð áhersla á að byggja Langadal upp sem náttúrusvæði. Ferðafélagið Íslands kom upp vísi að náttúrusetri í Þórsmörk sumarið 2004, meðal annars með fræðsluskiltum um dýralíf og gróðurfari.

Fyrsti vinningshafi sumarsins í Esjuhappdrættinu

Fyrsti vinningshafinn í Esjuhappdrættinu hefur nú verið dreginn út úr hópi hópi þeirra sem skrifa nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni.  Arnar Páll Hauksson datt í lukkupottinn og hlaut í verðlaun veglega gönguskó frá Íslensku ölpunum.   Á myndinni sést Arnar Páll taka við vinningsgjafabéfinu frá Jónu Ann almannatenglsafulltrúa SPRON og Páli Guðmundssyni hjá FÍ.

Skálaverðir mættir í Landmannalaugar og Langadal í Þórsmörk

Skálaverðir eru nú mættir til starfa í skála FÍ í Landmannalaugum og Þórsmörk.  Skálaverðir í skála FÍ á Laugaveginum þe Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur, sem og í Nýjadal mæta til starfa þegar vegir opna.  Að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmdastjóra FÍ er töluvert um að illa búnir ferðamenn ætli að leggja í göngu um Laugaveginn nú í upphafi sumars en Laugavegurinn er bæði blautur og þungur um þessar mundir og snjór á Torfajökulssvæðinu.  Þá sé enn allra veðra von og ekki skynsamlegt fyrir ferðamenn að vera einir á ferðinni á þessu svæði, ekki síst þegar skálar FÍ eru lokaðir.

Kóngsvegur í fornbílum - Þingvellir - Laugarvatn

Ferðafélagið og Fornbílaklúlbbur Íslands standa fyrir ferð 16. júní þar sem ferðast verður í fornbílum um kóngsveginn svonefnda í minningu þess að 100 ár eru nú liðin frá komu Friðriks VIII.  Lagt verður upp í ferðina frá höfðuðstöðvum FÍ Mörkinni 6 kl. 9 að laugardagsmorgni.  Ekið verður til Þingvalla og Laugarvatns og stansað á nokkrum stöðum og heimsóknin rifjuð upp í sögum og ljóðum. Ólafur Örn Haraldsson er fararstjóri í ferðinni og Sigurður G. Tómasson sér um leiðsögn.  Bóka þarf í ferðina fyrirfram.

Ferðasaga af Hvannadalshnjúk

Það var komin föstudagur og ákvörðun Ferðafélagsins  hvenær lagt yrði af stað á jökulinn var ekki komin 100%.   Klukkan 14:30 hringdi Palli í mig og sagði að ákvörðun hefði verið tekin ... leggja átti af stað kl 5:00 á laugardagsmorguninn (eftir 13 klst).  Ég hafði aldrei gengið á Vatnajökul hvað þá á hæsta tind Íslands.  Ég er kominn í þokkalegt form, en vigtin hefði mátt vera nær 100 kg (munar 11 kg).            

Marta gengur yfir Grænlandsjökul

Miðvikudagur var þungur fyrir hundana og eftir 25 km gáfust þeir upp. Við höfum nú gengið u.þ.b. 60 km í djúpum snjó og ég vona innilega að færið fari að lagast. Það eru tæpir 100 km eftir að toppi skriðjökulsins. Við sem ætluðum að hespa því af á þremur dögum en það er víst náttúran sem ræður en ekki við mannfólkið. Veðrið í dag var sól - regn - snjókoma - þoka - rok. Kristian Gab. var frábær fremst með staðsetningartækið í djúúúúpum snjó.

Krossá komin heim

Krossá er nú komin heim í Langadal eftir að hafa farið villur vega um Krossáraura í vetur.  Unnið hefur verið að því í vikunni að breyta árfarvegi Krossár og beina henni að ný undir göngubrúnna neðan við Langadal en þann farveg yfirgaf áin í vetur og þar með stóð brúin munaðarlaus eftir.  Ferðamenn eru nú mættir í Þórsmörk og göngumenn voru í vandræðum með að komast yfir Krossá.  

Langisjór - FÍ og Landvernd

Ferðafélagið og Landvernd standa saman að áhugaverðri ferð í Langasjó 24. júní. Þátttakendur koma á eigin vegum í Hólaskjól þann 23. júní, þar sem gist er. Lagt verður af stað í ferðina frá Hólaskjóli kl. 8 að morgni sunnudags.  Boðið er upp á fræðslufund í Reykjavík á föstudegi í Mörkinni 6 kl. 19.30.

Skálavarðanámskeið - vinnuferð í Landmannalaguar

Ferðafélagið stóð fyrir skálavarðanámskeiði  31. maí - 3. júní fyrir skálaverði félagsins í sumar.  Á námskeiðinu var farið yfir allt það helsta sem tengist starfi skálavarðar og endaði námskeiðið með vinnuferð í Landmannalaugar þar sem tekið var til hendinni.  Sjá myndir

Árbókarferð FÍ

Undir leiðsögn ritstjóra árbókar F.Í. 2007 verður lagt af stað í árbókarferð um Austur Húnavatnssýslu frá Mörkinni 6 kl 9 á laugardagsmorgni og haldið norður í land. Boðið verður upp á sambland af rútu og gönguferð, þar sem gert er ráð fyrir að hluti hópsins geti sleppt göngu.