Fréttir

Esjan er vinsæl

Um 10 þúsund manns skrifuðu á síðasta ári nafn sitt í gestabók Ferðafélags Ísland sem er í geymd í sérstöku hólfi í útsýnisskífu félagsins á Þverfellshorni Esjunnar. Esjugöngur njóta vaxandi vinsælda og margir ganga reglulega á fjallið.  Síðustu ár hefur Ferðafélagið unnið að uppbyggingu í Esjuhlíðum með stuðningi SPRON. Síðasta sumar stofnuðu þessir aðilar svo með sér Esjuklúbb en með honum er ætlunin að setja meiri þunga í málið

Einar ráðinn umsjónarmaður

Einar Brynjólfsson rafvirki í Götu í Holtum í Rangárþingi ytra hefur verið ráðinn umsjónarmaður með skálum Ferðafélags Íslands. Einar hefur lengi tengst starfi FÍ og víða lagt hönd á plóg. Með ráðningu Einars vænta stjórnendur FÍ hins vegar að umsjón með skálunum og öll þjónusta komst í betri farveg, en verið hefur til þessa.

Ferðaáætlun Ferðafélagsins 2007

Fjölbreytnin er allsráðandi í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands sem kom út í síðustu viku. Má þar nefna dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og jeppaferðir svo eitthvað sé nefnt – og landið allt er undir.  Vinsældir ferða um landið aukast sífellt. Ferðalög eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur og góð hvíld frá amstri dagsins.