Esjan er vinsæl
16.01.2007
Um 10 þúsund manns skrifuðu á síðasta ári nafn sitt í gestabók Ferðafélags Ísland sem er í geymd í sérstöku hólfi í útsýnisskífu félagsins á Þverfellshorni Esjunnar. Esjugöngur njóta vaxandi vinsælda og margir ganga reglulega á fjallið. Síðustu ár hefur Ferðafélagið unnið að uppbyggingu í Esjuhlíðum með stuðningi SPRON. Síðasta sumar stofnuðu þessir aðilar svo með sér Esjuklúbb en með honum er ætlunin að setja meiri þunga í málið