Fréttir

Hvannadalshnjúkur - æfingaprógrammið

Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk. Ferðir FÍ síðast liðin tvö ár undir stjórn Haraldar Arnar Ólafsssonar hafa verið geysivinsælar og fjölmennar. Félagið vill nú aðstoða göngufólk við undirbúning fyrir ferðina og setur fram æfingaáætlun fyrir ferðina

Ályktun stjórnar Ferðafélags Íslands vegna Kjalvegar

Ályktun stjórnar Ferðafélags Íslands vegna hugmynda Norðurvegar um fjölfarinn, uppbyggðan hálendisveg um Kjöl þar sem tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tengja saman landhluta en ekki að styrkja Kjöl sem eftirsóknarvert óbyggðasvæði.

Æfingaprógram fyrir Hvannadalshjnúk

Ferðafélagið býður nú upp á æfingaprógram fyrir ferðina á Hvannadalshnjúk sem félagið stendur fyrir um Hvítasunnuhelgina.  Æfingaprógrammið verður kynnt á fundi fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17.00 í risinu í Mörkinni 6.

Skálavörður til starfa í Landamannalagum fram yfir páska

Skálavörður mætir til starfa í Landmannalaugum 9. febrúar nk og mun sinna gæslu í skálanum um helgar fram yfir páska.  Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur í skála og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vetur og eru nú vatnssalerni og hægt að komast í sturtu í Laugum eftir að skálavörðurinn er mættur til starfa.

Skíðaferð í Landmannalaugar

Ferðafélagið stendur fyrir skíðaferð í Landmannalaugar um næstu helgi 9. - 11. febrúar. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl 18.00. Áætlað er að koma í Landmannalaugar um miðnætti. ...

Fjölskyldu og jeppaferð í Landmannalaugar - skálavörður til starfa

Ferðafélagið stendur fyrir fjölskyldu og jeppaferð í Landmannalaugar um næstu helgi.  Ferðin er hugsuð fyrir jeppa á minnst  31".  Farið verður í tveimur hópum, fyrri hópurinn fer á seinnipart föstudags og seinni hópurinn kl. 8 á laugardagsmorgni.... 

Ferðaáætlunin fær góðar viðtökur

Nýútkomin Ferðaáætlun FÍ 2007 hefur fengið góðar viðtökur.  Í áæltuninni er að finna dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og útrásarferðir FÍ.  Frá því að áætlunin kom út eru nú 7 sumarleyfisferðir fullbókaðar.  Dagsferðir til að mynda í Langasjó og sigling niður Hvítá njóta einnig vinsælda.

Göngugleði - ferðasaga 4. febrúar

Sunnudaginn 4. febrúar héldu 7 skíðagönguglaðir og tveir án skíða í Bláfjöll.  Veðurútlit var gott, skilti við Geitháls gaf til kynna logn og 3° frost.  Við lögðum upp frá efsta skíðaskálanum ...

Skálavörður í Landmannalaugum í vetur

Skálavörður mætir til starfa í Landmannalaugum 9. febrúar nk og mun sinna gæslu í skálanum fram á vor.  Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur í skála og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vetur og boðið upp á vatnssalerni eftir að skálavörðurinn er mættur til starfa.

Í náttúrunnar stórbrotna ríki

Ferðafélag Íslands hefur nú gefið út  bókina Í náttúrunnar stórbrotna ríki, ferðadagbók um Brúaröræfi og í Öskju sumarið 1954.