Fréttir

Skálavörður í Landmannalaugum í vetur

Skálavörður mætir til starfa í Landmannalaugum 9. febrúar nk og mun sinna gæslu í skálanum fram á vor.  Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur í skála og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vetur og boðið upp á vatnssalerni eftir að skálavörðurinn er mættur til starfa.

Í náttúrunnar stórbrotna ríki

Ferðafélag Íslands hefur nú gefið út  bókina Í náttúrunnar stórbrotna ríki, ferðadagbók um Brúaröræfi og í Öskju sumarið 1954.

Frumkvæði félagsins hefur skapað góða ferðamenningu, segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ.

“Ferðalög, fróðleiksfýsn og ást á landinu liggja í eðli flestra Íslendinga. Þetta eru kjörsvið Ferðafélags Íslands...

Göngugleðin - ferðasaga

Sunnudaginn 28.01. hittust nokkrir göngugarpar á planinu við Mörkina 6. Það er logn, lágskýjað,en þurrt og milt veður. Lágþokubakki lá yfir Sundunum og annar teygði sig niður úr Heiðmörk yfir Elliðavatn. Sem sagt ró yfir veðrinu. 

Ég hlakka til ferðasumarsins, segir Sigrún Valbergsdóttir.

“Ferðir með Ferðafélagi Íslands um slóðir sem eru í brennidepli umræðunnar hverju sinni njóta vaxandi vinsælda. Þar má til dæmis nefna skemmri ferðir í Þjórsárver, að Langasjó, upp með Þjórsá og víðar....

,,Góð heilsurækt, skemmtilegur félagsskapur og hressandi útivera,"

,,Það er ánægjulegt að sífellt fleiri eru að ferðast um landið. Gönguferðir um náttúruna, bæði í byggð og óbyggðum eru aðalsmerki Ferðafélagsins.  Gönguferðir eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur ...

Árbók 2007 um Austur-Húnavatnssýslu - Örnefni og sýn yfir úthafið

Fjallað er um Austur-Húnavatnssýslu í 80. Árbók Ferðafélags Íslands sem kemur út á vordögum. “Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfi og sögu þessa héraðs. Eftir að ég flutti þaðan fyrir nær 25 árum hefur áhuginn vaxið að mun og hef í rannsóknum og skrifum einkum fengist við síðustu tvö hundruð árin” segir höfundur bókarinnar, Jón Torfason frá Torfalæk í Torfalækjarhreppi.

Göngugleði með ákafa - Sigríður Lóa Jónsdóttir stefnir á Hornstrandir og Tröllaskaga í sumar

“Ferðasumarið framundan er spennandi. Ég er strax farin að leggja drög að ferðalögum sumarins og heilar fjórar vikur verð ég úti á landi sem fararstjóri, fyrst á Hornströndum í þrjár vikur og síðan í ferð um Tröllaskagann sem er heillandi svæði til hvers konar gönguferða, en fáfarið,” segir Sigríður Lóa Jónsdóttir.

Útrás til Afríku og Grænlands

Á sumri komanda býður Ferðafélag Íslands upp á tvær útrásarferðir. Í starfi félagsins er löng hefð fyrir utanlandsferðum og í ár ber hátt ævintýraferð á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, sem er 5.895 metrar á hæð.  Nánari upplýsingar á pdf skjali sem fylgir lýsingu ferðarinnar.

Framkvæmdir í Hrafntinnuskeri - Höskuldarskáli stækkaður

Svonefndur Höskuldarskáli, sem Ferðafélag Íslands reisti við Hrafntinnusker árið 1995, var stækkaður síðastliðið haust.  Skálinn er í 1027 m hæð og óvegur að honum fyrir aðra en gangandi menn. Velbúnum bílum er þó fær leið þangað síðsumars, en yfir sprunginn jökul þarf að fara, sem oft er varasamur vegna hálku.