Alls tóku 147 þátttakendur þátt í fyrstu göngu Ferðafélags Íslands í verkefninu Eitt fjall á viku sem hófst í morgun með gönguferð á Helgafell. Að auki voru þó nokkrir sem höfðu lagt af stað á undan hópnum og nokkrir komu of seint en alls voru því um 180 manns á ,,tindi" Helgafells. Aðstæður voru góðar og veður millt og fallegt. Páll Guðmundsson fararstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað aldurshópurinn var breiður; ,, yngsti þátttakandinn Viktor Aron var sjö en elsti 70 árum eldri eða 77 ára. Næsta ganga er sunnudaginn 17. janúar en skráningu lýkur 20. janúar. ,, Á Helgaf"elli hrópuðum við fimmfallt húrra fyrir fjallinu og töldum upp í 52 og niður aftur en í verkefninu ætlum við að ganga á 52 fjöll og nú eru bara 51 eftir," Sjá myndir