FFA er fjölmennasta deildin innan Ferðafélags Íslands (FÍ). Félagið skipuleggur ferðir og gefur út ferðaáætlun fyrir hvert ár auk þess að gefa út tímariðið Ferðir árlega.
Ferðafélag Akureyrar á og rekur skála á sjö stöðum. Þeir eru í Herðubreiðarlindum, við Drekagil og í Laugafelli. Gönguskálar eru í Svartárbotnum, við Bræðrafell, í Dyngjufjalladal og á Glerárdal.
Ferðafélag Akureyrar er áhugamannafélag um útivist sem vill stuðla að hreyfingu og ferðalögum á Íslandi, einkum Norðurlandi.
Félagið gefur út ferðaáætlun árlega og býður upp á dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir.