Almannavarnir meta stöðuna
21.03.2010
Almannavarnir meta stöðuna
Almannavarnanefnd situr nú á fundi á Hvolsvelli með sveitarstjórnarmönnum og sýslumanni þar sem staðan er metin og afstaða tekin til þess hvort rýmingu verði viðhaldið og hvort þjóðvegurinn um svæðið verði lokaðir áfram.
Magnús Tumi Guðmundsson og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingar sitja einnig fundinn.
Bændum hefur verið hleypt inn á svæðið til að sinna skepnum sínum. Þeir fyrstu fóru um klukkan hálf sjö í morgun og fengu nokkra klukkutíma til að sinna helstu verkum og þurftu þá að yfirgefa svæðið.
frettir@ruv.is