Áhugavert blogg um náttúruvernd
23.02.2010
Páll Ásgeir Ásgeirsson stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands og fararstjóri er atkvæðamikill bloggari og birtast skrif hans á vefsvæðinu Eyjunni.
Undanfarna daga hafa birst þar nokkrar færslur þar sem fjallað er um náttúruvernd og utanvegaakstur í víðu samhengi, viðhorf manna til náttúrunnar og verndar hennar.
Snarpar umræður hafa orðið í athugasemdakerfi síðunnar þar sem sitt sýnist hverjum en ljóst af viðbrögðum að hér er á ferðinni málefni sem fólki er mjög hugfólgið.
"Mér finnst vert að reyna að ræða þessi mál og reyna að vekja fólk til umhugsunar," sagði Páll Ásgeir í samtali við heimasíðu FÍ.
Slóðin á bloggsíðu Páls Ásgeirs http://blog.eyjan.is/pallasgeir/ og þar geta áhugasamir lesið umræddar færslur.