FÍ Í FJALLINU
14.02.2010
Þrír hópar Eitt fjall á viku skunduðu á fjöll í dag. Nágrannar gengu á Móskarðshnúka, Austurbær á Skálafell og Vesturbær á Húsfell, alls um 140 göngugarpar. Nágrannar fögnuðu göngu á Móskarðshnúka með pönnukökum og kleinum þegar niður var komið og Austurbæingar gerðu tilraun til að skrifa FÍ í Skálafell að tillögu elsta göngugarpsins Elínborgar Kristinsdóttur. Alls eru tæplega 170 þátttakendur í verkefninu og nú er fyrstu 6 fjallgöngunum lokið og aðeins 46 fjöll eftir. Göngudagarnir færast nú yfir á laugardagsmorgna kl. 9 og verða 6 gönguferðir á laugardögum og þá verður skipt yfir á miðvikudaga. Fyrir utan pönnukökubakstur og kleinugerð stefnir hópurinn nú að einum sameiginlegum danstíma í Ferðafélagssalnum og ýmislegt fleira skemmtilegt er í bígerð.
Sjá myndir í myndabanka FÍ