Fréttir

Hádegisgöngur Ferðafélagsins hefjast 1. des

1. desember n.k. hefjast hádegisgöngur á vegum Ferðafélags Íslands. Þetta er nýr liður í starfsemi félagsins og ætlað að bjóða upp á hressandi útivist í skemmtilegum félagsskap með reglubundnum hætti. Göngurnar eru ókeypis og öllum opnar og við allra hæfi. Ferðafélagið leggur til fararstjóra í hvert sinn sem stýrir gönguferðinni, verður með fróðleik og gamanmál á hraðbergi og stjórnar upphitun og teygjuæfingum. Hádegisgöngurnar verða farnar á þriðjudögum og fimmtudögum. Á þriðjudögum hittast þátttakendur við Árbæjarlaug kl. 12.00 og þá liggur leiðin um Elliðaárdal og þær fjölbreyttu leiðir sem þar eru í boði. Á fimmtudögum hittast þátttakendur kl. 14.00 í Nauthólsvík fyrir ofan ylströndina. Þá daga liggur leiðin eftir stígakerfi borginnar meðfram sjónum eða um skógarstíga sem þræða má um Öskjuhlíð og nágrenni. Fyrsta gangan verður farin frá Árbæjarlaug 1. desember n.k. þegar Íslendingar fagna 91 árs afmæli fullveldisins.

Göngugleði á sunnudögum - ferðasaga

Sunnudaginn 22. nóvember mættu nokkrir gangendur á vegginn. Eftir nokkrar umræður um ýmsar uppástungur og misheppnaðar tillögur varð að samkomulagi að aka upp að efnisnámum austan við Þormóðsdal, en þær eru sunnan undir Hulduhól (208 m). Ekki urðum við þó varir við huldukonu. Eftir stuttan hringakstur um námuna þar sem gefur að líta skemmtilegt stuðlaberg í námuveggjunum geislað í ýmsum útgáfum var bílnum lagt og gangan hafin inn Seljadal.

Ævintýrið um Augastein

Felix Bergsson fararstjóri hjá Ferðafélaginu og leikari stendur í ströngu þessa dagana. Leikhópurinn Á senunni kynnir enn á ný hina margrómuðu og yndislega fallegu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson, í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds, sem verður að nýju sýnd í nóvember og desember 2009 í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Ævintýrið um Augastein

Felix Bergsson fararstjóri hjá Ferðafélaginu og leikari stendur í ströngu þessa dagana. Leikhópurinn Á senunni kynnir enn á ný hina margrómuðu og yndislega fallegu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson, í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds, sem verður að nýju sý nd í nóvember og desember 2009 í Hafnarfjarðarleikhúsinu

GSM samband í Þórsmörk

Fyrir skömmu voru settir upp tvenns konar sendar á Þórólfsfelli, innarlega í Fljótshlíð. Annar tryggir fjarskiptasamband fyrir lögreglu og björgunarsveitir gegnum Tetra kerfið en hinn er sendir fyrir GSM. Með þessu stórbatnar símasamband í Þórsmörk sem fram að þessu hefur verið mjög af skornum skammti og nær sambandslaust þar nema á tilteknum blettum.

Torfajökull í efsta sæti

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða á Íslandi. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar almenningi á vef Náttúrufræðistofnunar. Skemmst er frá því að segja á á lista yfir tíu verðmætustu háhitasvæði landsins er Torfajökulssvæðið í efsta sæti en það er talið einstætt í sinni röð í heiminum. Þess má geta að næsta árbók Ferðafélags Íslands fjallar um Torfajökulssvæðið og er höfundur hennar Ólafur Örn Haraldsson núverandi forseti félagsins.

Málþing um náttúruvernd

Föstudaginn 20. nóvember verður haldið málþing um náttúruvernd í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni 6. Það er Umhverfisstofnun sem heldur málþingið sem ber yfirskriftina: Jarðfræðileg fjölbreytni og landslag: verndargildi og sérstaða Íslands. Fjöldi áhugaverðra erinda er á dagskrá málþingsins sem hefst kl. 13:00. Má nefna sem dæmi að Þóra Ellen Þórhallsdóttir heldur erindi um verndargildi landslags og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fjallar um verndargildi jarðhitasvæða. Þóra Ellen er vinsæll fararstjóri í ferðum FÍ í Þjórsárver. Einnig er forvitnilegt erindi Ara Trausta Guðmundssonar um verndargildi eldstöðva og eldstöðvakerfa og Kristján Jónasson og Sveinn Jakobsson fjalla um fágætar steindir og berg á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Húsfyllir á myndakvöldi

Húsfyllir varð á myndakvöldi Ferðafélags Íslands í gærkvöldi og voru 150 manns mættir til að fylgjast með sýningunni. Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Jónsson (Gummi stóri) sýndu myndir af háfjallagöngum á Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda, Þverártindsegg og Miðfellstind svo nöfn nokkurra fjallarisa sem komu við sögu séu nefnd. Ljóst er að áhugi á fjallgöngum á brött fjöll er vaxandi í takt við vinsældir Hvannadalshnúks og var reglulega gaman að sjá næstum allan salinn rétta upp hönd þegar spurt var hverjir ætluðu sér að ganga á Þverártindsegg.

Mætum á myndakvöld

Í kvöld miðvikudag 18. nóvember er myndakvöld í sal Ferðafélagsins kl. 20.00. Það ber yfirskriftina: Sjáðu tindinn, þarna fór ég. Þar sýna Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Jónsson ljósmyndir sem þeir hafa tekið í göngum á nokkur hæstu og tignarlegustu fjöll á Íslandi. Hvannadalshnúkur, Hrútfjallstindar, Þverártindsegg og margir fleiri tindar verða í aðalhlutverkí á þessu fróðlega og skemmtilega myndakvöldi. Kaffiveitingar í hléi.

Sunnudagur við Lögberg

Göngugleði FÍ sem starfar á sunnudagsmorgnum stefndi að Lögbergi s.l. sunnudag. Þar var gengið um nágrenni Nátthagavatns og Elliðakots. Alls tók gangan tvo og hálfan tíma og sex kílómetrar lagðir að baki.