Fréttir

Fjallganga á Kvígindisfell 12. september

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) laugardaginn 12. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það. Fararstjóri í ferðinni er Ingi Sigurðsson, farið er á einkabílum og er sameinast í bíla við brottför.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Reimleikar á reginfjöllum

Nokkuð sérstök ferð verður á vegum Ferðafélags Íslands dagana 12. og 13. september nk. en það er svokölluð Draugaferð í elsta sæluhús Ferðafélagsins í Hvítárnesi. Fararstjórar eru hjónin Páll Ásgeir Ásgeirson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, margreyndir fararstjórar og ferðabókahöfundar.

Afmælisganga í tilfefni af 30 ára afmæli Laugavegarins

Fyrir 30 árum hóf Ferðafélag Íslands uppbyggingu á Laugaveginum, vinsælustu gönguleið landsins sem liggur úr Landmannalaugum í Þórsmörk.  Félagið hafði þá lengi haft starfsemi bæði í Landmannalaugum og í Þórsmörk og unnið að náttúruvernd og uppbyggingu á þeim svæðum.  Í tilefni af 30 ára afmæli Laugavegarins stendur félagið fyrir afmælisgöngu úr Botnum á Emstrum í Þórsmörk seinni part septembermánaðar.

Hafiið þér ekið yfir Þingvallahraun

Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira.

Umhverfisspjöll við Sogalæk við Trölladyngju

Fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson segir að í nýverið hafi spjöll verið unnin við svonefndan Sogalæk á Suðvesturlandi, sem komi úr Sogunum við vesturhlíð Trölladyngju. „Án nokkurrar umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun eða Umhverfisstofnun fengu virkjanafíklar að umturna einstaklega fallegri gönguleið upp með Sogalæknum,“ segir Ómar á bloggvef sínum.  Ómar bendir á að það hefði alls ekki átt að leyfa tilraunaborun á svæðinu. Þar sem það var gert hefði verið auðvelt að bora tilraunaholum með skáborun og þar með hefði ekki þurft að leggja að henni veg.„Í þess stað var vaðið með jarðýturnar inn í græna, gróna hlíð við op Soganna og sargað inn í hlíðina 3000 fermetra svart borplan. Í ofanálag var lagður vegur fyrir trukkana á bakka Sogalækjarins og gönguleiðinni tortímt,“ skrifar Ómar. //

Fjallganga á Kvígindsfell í september

Ferðafélag Íslands efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) laugardaginn 12. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það.

Enn umferð á Laugaveginum - öryggisnet skálavarða

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr umferð göngufólks um Laugaveginn er enn töluverður fjöldi göngumanna enn á ferð á leiðinni.  Rétt er að benda veður geta orðið válynd á haustdögum og því afar mikilvægt að vera vel búinn og fylgjast með veðurspá áður en lagt er af stað.  Skálaverðir Ferðafélagsins verða í skálum fram í september eftir því sem umferð og ástæða er til.  Gríðarlegt öryggisnet skálavarða FÍ hefur virkað mjög vel í sumar en allir ferðalangar hafa verið skráðir inn og út úr skálum og fylgst með ferðum þeirra.  Ferðamenn hafa kunnað þessari gæslu afar vel og glaðir látið vita af ferðum sínum og ekki síst þegar komið er í Þórsmörk, þá koma margir göngumenn veifandi til skálavarða ,, ég er kominn,"

Nemendur Smáraskóla í Laugavegsgöngu

Um 40 nemendur Smáraskóla í Kópavogi eru nú í Laugavegsgöngu á vegum FÍ.  Hópurinn lagði af stað frá Smáraskóla í gærmorgun og er Laugavegurinn genginn með hefðbundnum hætti. Í næstu viku fer stór hópur frá Smáraskóla í hjólaferð um Fjallabak en ferðirnar hafa lengi verið hluti af námi nemenda í skólanum. 

Draugaferð í haustmyrkri

Samkvæmt könnun árið 2000 trúðu 78% Íslendinga á líf eftir dauðann og kemur niðurstaðan sjálfsagt engum á óvart. Allir hafa fengið gæsahúð yfir góðri draugasögu við réttar kringumstæður. Ferðafélag Íslands byggði sitt fyrsta sæluhús í Hvítárnesi við Hvítárvatn árið 1929 og allt frá fyrstu tíð hafa gengið magnaðar sögur af reimleikum á staðnum.

Óvissuferð 5. september

Hin árlega óvissuferð FÍ er um næstu helgi, laugardaginn 5. september.   Í óvissuferðum FÍ veit enginn hvert skal haldið, eða hvort hægt er að komast þangað.  Nánast fullbókað er í óvissuferðina um helgina þegar 30 þátttakendur halda út í óvissuna.  Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson og hann var ekki alveg viss um hvenær hann kæmi til baka.