Fjallganga á Kvígindisfell 12. september
09.09.2009
Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) laugardaginn 12. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það. Fararstjóri í ferðinni er Ingi Sigurðsson, farið er á einkabílum og er sameinast í bíla við brottför. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.