Myndir úr ferðum sumarsins
11.11.2009
Verið er að setja inn myndir úr ýmsum ferðum FÍ á liðnu sumri í myndasafn heimasíðunnar. Hægt er að skoða myndir af Óeiginlega Laugaveginum hér og hér. Þessar eru úr fossagöngu um Djúpárdal og hér og hér úr Strandagöngu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr fjölbreyttu myndasafni Ferðafélags Íslands sem vex jafnt og þétt.
Þeir sem eiga myndasöfn úr skemmtilegum Ferðafélagsferðum vistuð á netinu ættu að senda slóðirnar á lysandi@internet.is og þá mun tengill verða settur inn á heimasíðu FÍ.