Þrettándagleði í Grafarvogi - Ferðafélag barnanna
05.01.2010
Hin árlega þrettándagleði Grafarvogsbúa verður haldin miðvikudaginn 6. janúar. Ferðafélag barnanna mætir á svæðið og tekur þátt í dagskránni sem er eftirfarandi: kl. 17: kakó- og kyndlasala í Hlöðunni, skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. kl. 17.30 Blysför undirbúin við Hlöðuna; álfakóngur, Grýla, jólasveinar og aðrar kynjaverur sjá um að kveikja í brennunni. kl. 18. Gengið aftur niður að Hlöðunni þar sem verður fjöldasöngur og önnur skemmtilegheit. Fólk er hvatt til að taka með sér restar af flugeldum og skjóta upp á sérmerktu svæði. Bílastæði við Gylfaflöt og Bæjarflöt.