Fréttir

Þrettándagleði í Grafarvogi - Ferðafélag barnanna

Hin árlega þrettándagleði Grafarvogsbúa verður haldin miðvikudaginn 6. janúar.  Ferðafélag barnanna mætir á svæðið og tekur þátt í dagskránni sem er eftirfarandi:  kl. 17: kakó- og kyndlasala í Hlöðunni, skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. kl. 17.30 Blysför undirbúin við Hlöðuna; álfakóngur, Grýla, jólasveinar og aðrar kynjaverur sjá um að kveikja í brennunni. kl. 18. Gengið aftur niður að Hlöðunni þar sem verður fjöldasöngur og önnur skemmtilegheit. Fólk er hvatt til að taka með sér restar af flugeldum og skjóta upp á sérmerktu svæði.  Bílastæði við Gylfaflöt og Bæjarflöt.

Eitt fjall á viku - nýársverkefni Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands hefur hrundið af stað verkefninu ,,Eitt fjall á viku" en í verkefninu verður gengið á eitt fjall á viku allt árið 2010 og því samtals 52 fjöll á árinu. Meðal annars verður gengið á öll fjöll í nágrenni Reykjavíkur en einnig verður gengið á fjöll víða um land. ,,Við viljum með þessu hvetja fólk til að hreyfa sig og stunda útiveru og fjallamennsku en fjallgöngur eru ein allra besta likamsrækt sem völ er á," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ sem verður fararstjóri í öllum ferðunum 52.  ,,Hugmyndin er komin frá konu minni Auði Kjartansdóttur sem var að hvetja mig til að hreyfa mig meira og relgulegar.  Við göngum á bæði létt fjöll en einnig á sum af stærri fjöllum landsins og má nefna sem dæmi að við göngum t.d. á Helgafell, Úlfarsfell og Grímarsfell en einnig á Heklu, Snæfellsjökul og Hvannadalshnúk. Undirbúningsfundur fyrir verkefnið verður haldinn fimmtudaginn 7. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 og fyrsta fjallgangan verður sunnudaginn 10. janúar en þá verður gengið á Helgafell.

Allir starfsmenn Valitors í Ferðafélag Íslands

Alir starfsmenn Valitors / Visa Island gengu í Ferðafélag Íslands nú fyrir áramótin, alls rúmlega 100 starfsmenn. Um var að ræða nýársgjöf fyrirtækisins til starfsmanna en FÍ hafði sl. haust og nú fyrir jólin kynnt jákvæðan jólapakka þar sem fyrirtækjum og einstaklingum var boðið að ganga í félagið en árgjaldið í FÍ 2010 er kr. 5.800 og er þá árbókin innifalin og aðgangur að öllu starfi félagsins og afsláttur í ferðir og skála og fjölda útivistarverslana. Að sögn forsvarsmanna Valitors þótti þeim þetta tilvalin hugmynd að færa starfsmönnum jákvæðan og uppbyggilegan nýársglaðning og stuðla meðal annars að hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl starfsmanna. Nánar verður sagt frá þessari nýársgjöf Valitors á heimasíðu FÍ á næstunni en Valitor hefur verið samstarfsaðili FÍ undanfarin ár og styrkt meðal annars skiltagerð félagsins á Laugaveginum, Fimmvörðuháls og við Öræfajökul.

Ferðaáætlun FÍ 2010 í lokavinnslu

Þessa dagana er unnið að lokafrágangi á Ferðaáætlun FÍ 2010 og er skrifstofa FÍ lokuð á milli jóla og nýárs en sérstakur vaktsími skála, ef ferðafélagar eru á leið til fjalla þessa dagana og vantar lykla að skálum félagsins, er 854-1214.

Skrifstofa lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð milli jóla og nýárs. Sérstakur vaktsími skála FÍ er 845 1214. Jólakveðja 

Gleðileg hátíð - jólakveðjur frá Ferðafélagi Íslands

Ferðafélag Íslands sendir öllum félagsmönnum, samstarfsaðilum, vinum og velunnurum innilegar jóla- og nýárskveðjur og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.   

Vaktsími skála

Vaktsími skála Ferðafélags Íslands yfir jólahátíðina er 854-1214. Hægt er að nálgast lykla að skálum félagsins með því að hringja í númerið og mæla sér mót við starfsmann.

Skrifstofan lokuð á aðfangadag

Skrifstofa FÍ er lokuð á aðfangadag. Vaktsími skála yfir jólahátíðina er 854-1214.

Smákökuganga á sólstöðum

Tæplega 20 manns tóku þátt í sérstakri sólstöðugöngu Ferðafélags Íslands sem farin var sunnudaginn 20.des. Gengið var á Kerhólakamb á Esju og farið upp frá Esjubergi. Þetta er gamalkunnug leið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Seinna var lagður göngustígur frá Mógilsá að Þverfellshorni og þá lögðust göngur á Kerhólakamb af. Þátttakendur höfðu meðferðis sýnishorn af jólabakstri og skiptust á smákökum þegar upp á fjallið var komið. Leiðin upp á Kerhólakamb er jafna brattari en sú á Þverfellshornið en útsýni af kambinum er að mörgu leyti víðara og betra þar sérstaklega til vesturs. Það var tindahöfðinginn Þórhallur Ólafsson sem leiddi gönguna fyrir Ferðafélagið og þrátt fyrir norðanstreng efst á fjallinu var veður gott og göngumenn sælir með afrek sitt á sólstöðum vetrar. Sólstaðnir göngumenn á Kerhólakambi á sunnudaginn.

Göngugleði 13. desember - ferðasaga

Hraunið þarna er um 4-5 þúsund ára gamalt og rann úr Hrútagjá nyrst í Móhálsadal sem er milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls og er hraunið kennt við Hrútagjárdyngju. Svæðið heitir Hraunin og er á náttúruminjaskrá.