,,Eigum að vera hugsjónafélag," segir forseti FÍ
30.01.2010
Mikið líf og fjör er í stafsemi Ferðafélags Íslands þessi misserin og starfið fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Þar kemur til stóraukinn áhugi fólks á útveru og ferðalögum en ekki síður að almenningur telur grunngildin í starfsemi félagsins nú eiga erindi við sig," segir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands í tilefni af útgáfu ferðaáætlunar FÍ.