Vatnið hreyfir jöklana
20.10.2009
Haustfundur Jöklarannsóknarfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 20.október í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og hefst kl. 20.00. Á fundinum flytur Eyjólfur Magnússon jarðeðlisfræðingur erindi undir yfirskriftinni: "Áhrif vatns á hreyfingu jökla rannsökuð með gervitunglum."
Skýrt verður frá áhrifum jökulhlaupa á hreyfingar jökla, hvernig jökullinn bregst við stórrigningum og hvernig lekinn úr Grímsvötnum í kjölfar stóra jökulhlaupsins 1996 breytti ísflæði Skeiðarárjökuls.
Að loknu kaffihléi sýnir Brynjar Gunnarsson myndir úr vorferð Jöklarannsóknarfélagsins 2008 en þær eru hluti af meistaraverkefni hans í blaðaljósmyndun.