Fréttir

Dregið í Esjuhappdrætti FÍ og Visa

Nú hefur verið dregið í Esjuhappdrætti FÍ og Visa.  Alls um 22.000 þátttakendur skráðu nöfn sín og netfang í gestabækurnar og hafa verið dregnir út 8 vinningshafar en 2 verða dregnir út úr gestabók á Þverfellshorni sem enn er í póstkassanum.  Nöfn vinningshafa eru:  Íris Fjóla Bjarnadóttir, Elva Dís Hlynsdóttir, Andrea Guðjónsdóttir, Kjartan Benediksson, Einar Njálsson, Óskar Ólafsson, Jóhannes Jónsson og Harpa Sveinsdóttir,  Vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur og þeir boðaðir á skrifstofu Ferðafélagsins.

Metþátttaka í gönguferðum á Esjuna

Ferðafélag Íslands hefur nú safnað saman öllum gestabókum i Esjuhappdrætti FÍ og VÍSA í sumar.  Metþátttaka hefur verið í gönguferðum i Esjunnni í sumar en um 22.000 manns hafa skráð nöfn sín í gestabækur Ferðafélagsins á Þverfellshorni og við Steininn og samkvæmt tölum FÍ er það um 90% aukning frá fyrra ári þegar um 12.000 manns skráðu nafn sitt í gestabækurnar.

Allt á floti í Þórsmörk

Ferðalangur á göngubrúnni yfir Krossá. Mikill vöxtur hefur verið í vötnum í Þórsmörk og á Þórsmerkurleið undanfarna viku. Krossá og Steinholtsá hafa á köflum verið ófærar og Hvanná mjög grafin og straumhörð og ill viðureignar. Elva Dögg skálavörður í Langadal sagði í samtali við heimasíðu FÍ að árnar væru þokkalega færar stórum bílum eins og sakir standa.

Haustganga Hornstrandafara FÍ

Hin árlega haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin laugardaginn 3. október nk.

Hópakort OLÍS og Ferðafélags Íslands - vinningshafar

Ferðafélag Íslands og Olís gerðu með sér samstarfssamning í sumar. Í tengslum við hann var gert samkomulag um hópakort sem félagsmenn FÍ geta sótt um hjá Olís. Hópakortið er afsláttarkort sem veitir félagsmönnum FÍ afslátt af eldsneyti og öðrum vörum á þjónustustöðvum Olís og Ellingsen. Nöfn þeirra sem sóttu um hópakort fyrir 15. ágúst sl. voru sett í pott sem dregið var úr og eru það Hjördís Hjartardóttir og Viðar Hafsteinn Eiríksson sem voru svo heppin að vera dregin út og hreppa þau hvort um sig 15 þúsund króna gjafabréf í Ellingsen. Þau hafa þegar vitjað vinningsins og óskum við þeim til hamingju og vonum við að þau njóti vel. Jafnframt þökkum við öllum félagsmönnum Ferðarfélags Íslands fyrir þátttökuna. Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt um ennþá geta gert það núna með því að smella hér

Vinnuferð í Emstrur

Fóstrar í skála Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum fóru í frágangsferð í skálann um helgina.  Þorsteinn Eiríksson fóstri segir að vinnuferðin hafi gengið vel.  ,,Ég hef aldrei séð eins mikið í Gilsánni og nú og hún var var örugglega allt að 200 metra breið en við fundum gott vað," Tekið var til hendinni í skálunum og gengið frá fyrir veturinnn.

Hópakort FÍ og Olís

Olís og Ferðafélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning. Í tengslum við hann hefur verið gert samkomulag um hópakort sem félagsmenn FÍ geta sótt um hjá Olís. Hópakortið er afsláttarkort sem veitir félagsmönnum FÍ afslátt af eldsneyti og öðrum vörum á þjónustustöðvum Olís og Ellingsen. Sækja um Hópakortið.

Nemendur í Smáraskóla í hjólaferð að fjallabaki

Nemendur í 9. bekk Smáraskóla í Kópavogi eru nú í hjólaferð í umsjón Ferðafélagsins að Fjallabaki.  Hjólað er úr Landmannahelli í Landmannalaugar, þaðan í Hólaskjól og loks niður að Eldvatni. Alls eru 45 nemendur ásamt fararstjórum og kennurum í ferðinni.  Smáraskóli hefur lengi starfrækt mjög öflugt útivistarlíf í skólanum og hefur alið upp ferðafélaga og fjallafólk í skólanum.

Ný skilti FÍ við Öræfajökul og Fimmvörðuháls með stuðningi Menningarsjóðs Valitors

Í sumar hafa verið tekin í notkun ný og glæsileg skilti við upphaf  gönguleiðanna á Hvannadalshnúk og Fimmvörðuháls sem Ferðafélag Íslands með fulltingi Menningarsjóðs Valitors hefur sett upp.  

Þórisgil í Brynjudal nk sunnudag

Gangan hefst rétt innan Hrísakots í Brynjudal. Gengið upp úr dalnum, upp með Þórisgili og yfir í Botnsdal. Ef veður og aðstæður leifa verður gengið upp með Glymsgili og komið á þann stað sem Glymur sést allur. Gangan endar síðan  við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal.   Fararstjóri: Eiríkur Þormóðsson Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Göngutíimi 4-5 klst. Rúta