Myndakvöld 14. október - Vatnaleiðin
08.10.2009
Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudaginn 14. október. Þá verða sýndar myndir af Vatnaleiðinni og um leið verður nýútkomið smárit FÍ um Vatnaleiðina kynnt en þessu fimmtánda fræðsluriti FÍ er ætlað að bæta úr skorti á aðgengilegum leiðarlýsingum og kortum á Vatnaleiðinni milli Hnappadals og Norðurárdals og eins um áhugaverð göngusvæði á báðar hendur. Myndakvöldið hefst kl. 20 og er aðgangseyrir sem fyrr kr. 600 og er kaffi og meðlæti innifalið. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar.