Fréttir

Vatna­jök­ulsþjóðgarði bætt á lista yfir heims­minj­ar

„Þetta er fyrst og fremst mik­ill heiður fyr­ir al­menn­ingsþjóðgarðinn og Ísland allt,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­ulsþjóðgarðs,

Gönguferð á OK 18. ágúst

Sunnudaginn 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli en í gönguferðinni verður komið fyrir minnisvarða um Ok-jökul. Hjalti Björnsson og Guðjón Benfield, leiðsögumenn, mun vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

Vatnajökulsþjóðgarður gerir samning við Ferðafélag Íslands

Vatnajökulsþjóðgarður hefur gert samning við Ferðafélag Íslands og þrjú ferðafélög um að nýta aðstöðu í skálum félaganna innan þjóðgarðsins og um sameiginlegverkefni.

Mikilvægar framkvæmdir í Hornbjargsvita

Ferðafélag Íslands rekur gistingu Hornbjargsvita á sumrin líkt og félagið gerir annarsstaðar á landinu. Mannvirki eru komið til ára sinna og um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir á svæðinu.

Takmarkanir á umferð á veg að Sauðleysuvatni

Umhverfisstofnun í samráði við fulltrúa Veiðifélags Landmannaafréttar og fulltrúa samgöngu- og fjarskiptanefndar Rangársþings Ytra, leggur til að veginum verði lokað tímabundið og skoðað að færa veglínu af viðkvæmu gróðursvæði á ógróið svæði í samráði við sveitarfélag og veiðifélag Landmannaafréttar.

Sólstöðudýrðin engu lík

Sólstöðudýrðin var engu lík þegar gengið var inn í sumarnóttina frá Kolviðarhóli í Marardal í gærkvöldi. Hin íslenska og ein staka sumarnótt skartaði sínu fegursta á sumarsólstöðum. Grónar hlíðar og klettaskörð ljómuðu í kvöldsólinni og Hengillinn með sínum dalverpum og hrikalegu hamrabeltum skartaði sínu fegursta. Dásamlegt kvöld. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir leiðir för í sumarnæturgöngum FÍ.

Líf í lundi - gönguferð í Heiðmörk 23. júní

Í tilefni af verkefni Skógræktarfélagsins „Líf í lundi“ býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í Heiðmörk 23. júní kl. 10:30. Lagt verður af stað frá Ferðafélagsreitnum í Heiðmörk sem er merktur sérstaklega og er við bílastæði ofarlega í Heiðmörk. Ekið er sem leið liggur fram hjá Rauðhólum og framhjá Elliðavatni og áfram ca. 3 km að bílastæðinu við F.Í. reitinn.

Alla leið á Hvannadalshnúk

Um síðustu helgi héldu þáttakendur í fjallaverkefninu Alla leið á Hvannadalshnúk í góðu veðri ásamt fararstjórum og félögum úr FÍ Ung, alls 64 manns.

Pöddurnar leynast í laufinu - Skordýraskoðun í Elliðaárdal

Ein allra vinsælasta ganga Ferðafélags barnanna ár hvert er skordýraskoðun í Elliðaárdal og nú stefnir félagið enn á ný með Háskóla Íslands í þessa árvissu fróðleiksferð. Eins og alltaf er þátttaka alveg ókeypis. Þrátt fyrir að margir hafi ímugust á skordýrum þá er alveg augljóst á vinsældunum að mörgum þykja þau fögur og enn fleiri eru spenntir að skoða þau í návígi og fá gagnlegar upplýsingar um þessi mögnuðu kvikyndi frá vísindamönnum Háskóla Íslands.

Rúmlega eitt hundrað FÍ Landvættir í Bláalónsþraut

Rúmlega eitt hundrað þátttakendur í Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands luku keppni í mjög vel heppnaðri sextíu kílómetra Bláalónsþraut á fjallahjólum um liðna helgi og hafa þar með lokið helmingi þeirra þrauta sem heyra til Landvættaáskoruninnar.