Laugardaginn 27. apríl munu þeir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, og Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands leiða árvissa fuglaskoðunarferð sem í þetta sinn verður á Seltjarnarnesi við Gróttu þar sem farfuglarnir safnast saman á þessum árstíma. Gangan hefst klukkan tíu á laugardag og er tilvalið að nýta sér bílastæðin næst Gróttu.