Fréttir

Á fjöll við fyrsta hanagal

Mörgungöngur FÍ kl. 6 alla daga vikunnar, 6. - 10. maí.

Mosfellsheiði í Árbók Ferðafélagsins

„Eitt af því sem setur ímyndunaraflið af stað hjá mér þegar ég geng um Mosfellsheiði eru rústir sæluhúsanna sem þar er að finna. Eftir að hafa lesið frásagnir af hrakningum á ferðalögum og draugagangi í sæluhúsum er auðvelt að sjá fyrir sér dramatískar senur frá ferðalögum fyrri alda þegar fólk varð að komast af án GPS, GSM og goretex!

Fjallaskíði heilla

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta alls þess magnaða sem fyrir augu ber. Aðferðirnar við að njóta á fjöllum eru fjölmargar og það veit Tómas Guðbjartsson fararstjóri og fjallakempa betur en flestir. Hann hefur frá barnsaldri þvælst um tinda, eggjar, skriður og kletta. Nýskriðinn úr menntaskóla var hann leiðsögumaður á fjöllum og beindi mest erlendum ferðamönnum í rétta troðninga og slóðir um allt hálendi Íslands.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar fer af stað á ný þann 9. maí næstkomandi með göngu á Selfjall en gengið verður á sex fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar; þrjú í maí og júní og þrjú í ágúst og september.

Umhverfisvika Ferðafélags Íslands 2019

Í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl ætlar Ferðafélag Íslands að blása til umhverfisviku dagana 25. apríl – 2 maí. Markmið umhverfisviku Ferðafélags Íslands er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál, stuðla að bættri umgengni við náttúru Íslands og hvetja félaga til að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti.

Finndu þína innri hetju

Landvættaverkefni FÍ hefur algerlega slegið í gegn en í því reynir gríðarlega á afl og anda allra þátttakenda. Þrátt fyrir það fyllist yfirleitt í hópinn á hálftíma og jafnan er margra blaðsíðna biðlisti. Landvættaverkefnið hefur nú farið fram nokkur ár í röð og ef eitthvað er – þá eru vinsældirnar bara að aukast. En hvað er þetta eiginlega og af hverju er áhuginn svona gríðarlegur á þessum Landvættum?

Fuglaskoðun í Gróttu á laugardag

Laugardaginn 27. apríl munu þeir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, og Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands leiða árvissa fuglaskoðunarferð sem í þetta sinn verður á Seltjarnarnesi við Gróttu þar sem farfuglarnir safnast saman á þessum árstíma. Gangan hefst klukkan tíu á laugardag og er tilvalið að nýta sér bílastæðin næst Gróttu.

Árbók Ferðafélags Íslands 2019 er komin

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta og annað sinn. Viðfangsefnið að þessu sinni er Mosfellsheiði en það svæði hefur gegnt merkilegu hlutverki í sögu samgangna milli Innnesja og Árnessýslu frá upphafi og lumar á ótal skemmtilegum gönguleiðum, sumum vörðum prýddum eins og forsíða bókarinnar ber vitni um.

FÍ Landvættir í Landmannalaugum á gönguskíðum um helgina

Nú um helgina gekk hátt í 100manna hópur á vegum FÍ Landvætta inn í Landmannalaugar á gönguskíðum. Gist var í skála FÍ í Landmannalaugum og þeir allra hörðustu gistu í tjaldi.

Fjöruferð í vændum. Hvert fer sjórinn þegar fjarar út?

Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara? Svona er ein af spurningunum sem Vísindavefur Háskóla Íslands hefur svarað en það er ekki nema von að einhver fróðleiksfús spyrji því reginmunur verður á ásýnd og lífinu í fjörunni þegar yfirborð sjávarins hefur lækkað