11. Umhverfisþing haldið 9. nóvember
11.10.2018
Skráning er hafin á 11. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. nóvember 2018 á Grand Hótel í Reykjavík. Að þessu sinni verður grunnstef þingsins ný hugsun í náttúruvernd og þau tækifæri sem geta falist í friðlýsingum svæða. Á þinginu verður áhersla lögð á nýja nálgun í náttúruverndarmálum. Meðal annars verður kynnt ný rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða, rædd verða tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar og áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þinginu lýkur svo með pallborðsumræðum um sama efni.