Fréttir

Ferðakynning 3. apríl

Um þessar mundir býður Ferðafélag Íslands upp á ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Spennandi ferðir verða kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt.

Eldfjallaganga í Búrfellsgjá 30. mars

„Búrfellsgjá er líklegast ein aðgengilegasta eldstöð í nágrenni höfuðborgarinnar,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og vísindamiðlari við Háskóla Íslands. Hann mun leiða göngu með Háskóla Íslands og Ferðafélagi barnanna um Búrfellsgjá að gígnum Búrfelli í lok mars. „Við ætlum að fræðast um eldgos og ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði og velta fyrir okkur hvernig ýmis fyrirbæri myndast í náttúrunni.“

Ekki fara í hundana

Það er mik­il fjöl­breytni í göng­um ­­Ferðafélags Íslands og einn skemmti­leg­asti sprot­inn á mikl­um stofni þess eru hunda­göng­ur sem hafa fengið það fyndna heiti Ekki fara í hund­ana!

Stofnfundur Konrad Maurer félagsins á Íslandi

Þann 21. febrúar sl. var stofnfundur Konrad Maurer félagsins á Íslandi haldinn að Mörkinni 6, Reykjavík. Fundinn sóttu rúmlega 40 manns sem skráðu sig sem stofnendur félagsins. Aðild að félaginu er öllum opin

FÍ útideildin - kynningarfundur 27. mars

Útideildin er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins.

Myndakvöld 20. mars

Sigurjón Pétursson ljósmyndari verður með sýningu af slóðum Árbókar 2019, einnig verður Gísli Óskarsson með frásögn af dagsferð sem lengdist í annan endann. Myndaslýning í minningu Jóhannesar Jónssonar, rafvirkja.

Frábær ferð hjá FÍ Ung

Ferðafélag unga fólksins hefur farið vel af stað á þessum vetri og metþátttaka var í fjölsóttri göngu á Akrafjall um helgina. Háskóli Íslands hefur átt gott samstarf við Ferðafélagið í þessari gönguseríu og vísindamenn eða vísindamiðlarar frá skólanum hafa reimað á sig gönguskóna með okkar fólki.

Myrkfælinn draugur með ljósaleik

Það er aðeins eitt orð um að vera í Landmannalaugum, einn að vetri til. Dásemd.

Anna Dóra í stjórn FÍ

Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gær. Ólafur Örn Haraldsson flutti skýrslu stjórnar en árið 2018 var sérlega viðburðaríkt hjá félaginu og fjölmörg verkefni sem félagið sinnti á árinu. Skálarekstur er sem fyrr umfangsmesti hluti starfseminnar en kjörsvið félagsins eru skálarekstur, ferðir, útgáfa og fræðsla.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 7. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.  Hefðbundin aðalfundarstörf.