FÍ og HÍ vinna saman með FÍ Ung
21.01.2019
Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, leiðir göngu með Ferðafélagi unga fólksins, sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára, þann 2. febrúar næstkomandi á Helgafell við Hafnarfjörð.
Háskólinn hefur starfað með Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 að fræðandi gönguferðum í borgarlandinu undir heitinu Með fróðleik í fararnesti og hafa þúsundir nýtt sér þær göngur. Í þeim hefur áherslan verið á skemmtilegar göngur fyrir börn og unglinga í gegnum Ferðafélag barnanna en í Ferðafélagi unga fólksins verður áherslan á aldurshópinn 18 til 25 ára. Þetta er því kjörin létt og ljómandi ganga fyrir alla nemendur Háskólans sem hafa áhuga á hollri hreyfingu, útivist og að fá fróðleik til viðbótar.