Fréttir

Ferðaáætlun FÍ 2019 komin á heimasíðuna

Ferðaáætlun FÍ 2019 er nú komin til birtingar hér á heimasíðunni í allri sinni dýrð. Um leið er byrjað að bóka í ferðir.

Stjórn Ferðafélags Íslands samþykkir málstefnu

Stjórn Ferðafélags Íslands samþykkti í haust íslenska málstefnu, sem unnið verður eftir innan félagsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ, segir stöðu íslenskunnar vera áhyggjuefni og hvetur önnur félagasamtök til að leggja íslenskunni lið. „Vandað íslenskt mál hefur lengi verið í hávegum haft innan félagsins,“ segir Ólafur Örn, en Ferðafélagið var stofnað árið 1927. „Þar ber fyrst að nefna Árbók Ferðafélagsins, en úrvalslið hefur áratugum saman starfað í ritnefnd og við umsjón og frá upphafi hafa valinkunnir höfundar skrifað þessar bækur. Krafan um gæði hefur vaxið mikið og þá ekki aðeins um vandað islenskt mál og góðar ljósmyndir heldur eru nú gerðar fræðibókakröfur til útgáfunnar hvað varðar tilvísanir, heimildir og nafnaskrár.

Skráning hafin í fjalla- og hreyfihópa

Það er margt í boði og sannarlega eitthvað fyrir alla. Kynntu þér úrvalið og komdu með okkur út í náttúruna.

Jólamarkaður í Heiðmörk

Vinir okkar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur standa fyrir jólamarkaði í Heiðmörk fram að jólum. Opið er um helgarnar frá 1.12 -22.12 frá klukkan 12:00 til 17:00.

Viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu á dögunum viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Myndakvöld FÍ 28. nóvember

Ferðafélag Íslands stendur fyrir myndakvöldi miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Kóngsvegurinn er stærsta einstaka framkvæmd Íslendinga. Hann var gerður til að taka á móti Friðrik áttunda konungi sumarið 1907. Föruneyti konungs taldi um 200 manns, ríkisþingmenn og aðstoðarfólk. Leiðin liggur frá Reykjavík um Mosfellssveit til Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss um Hrunamannahrepp niður Þjórsárbakka og sem leið liggur um Hellisheiði til Reykjavíkur.

Handprjónaðar ullarvörur fást á skrifstofu FÍ

Á skrifstofu FÍ er hægt að kaupa handprjónaða vettlinga, húfur og sokka. Allar vörur eru einstakar og fáanlegar í margvíslegum litum og stærðum.

Gjafabréf FÍ er ávísun á ævintýri

Senn líður að jólum og flestir farnir að huga að jólagjöfum. Ferðafélag Íslands hefur úrval gjafabréfa í boði.

Tvö til­felli sund­mannakláða í haust

Tvö til­felli hafa komið inn á borð Um­hverf­is­stofn­un­ar nú í haust þar sem fólk hef­ur sýkst af sund­mannakláða eft­ir að hafa farið í heitu laug­ina í Land­manna­laug­um. Kláðinn hef­ur komið upp oft­ar en einu sinni áður og árin 2003 og 2004 fengu þúsund­ir sund­gesta sýk­ingu. Var hún þá rak­in til einn­ar and­ar­kollu sem hafði verpt við baðstaðinn og alið upp unga sem all­ir reynd­ust smitaðir.

Skráning hafin í FÍ Landvætti

Búið er að opna fyrir skráningu í æfingaverkefnið FÍ Landvætti 2019. Kynningarfundur er 24. október.