Fréttir

HM stemming á skrifstofu Ferðafélags Íslands

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands ríkir mikil stemming fyrir leik Íslands og Nígeríu í dag. Allir starfsmenn skrifstofunnar skarta sínum landsliðstreyjum og styðja við bakið á strákunum okkar.

Við styðjum strák­ana okk­ar og lok­um kl. 14:30 föstu­dag­inn 22. júní

Við hjá Ferðafélagi Íslands erum spennt að hvetja íslenska landsliðið gegn Nígeríu föstudaginn 22. júní. Í tilefni af leiknum verður skrifstofan lokuð frá kl 14:30 svo starfsfólk geti horft á leikinn og stutt strákana okkar.

Úlfarsfell 1000 Fjölskylduhátíð FÍ frestað

Í samráði við Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að fresta veglegri fjölskylduhátíð Ferðafélags Íslands, „Úlfarsfell 1000“. Veðurspáin er afar óhagstæð fyrir dýran tónlistar- og hljóðfærabúnað sem stóð til að nota á hátíðinni.

Líf í lundi - Gönguferð í Heiðmörk 23. júní

Ferðafélag Íslands tekur þátt í verkefni Skógræktarfélagi Íslands undir heitinu „Líf í lundi“. Af því tilefni býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í Heiðmörk 23. júní kl. 10:30.

Allt að verða grænt í Langadal

Náttúran er að lifna við í Langadal í Þórsmörk. Njáll Guðmundsson er skálavörður í Skagfjörðsskála í sumar.

Páll Guðmundsson í Áttavitanum

Gestur okkar í fimmta þætti Áttavitans, hlaðvarps ferðafélagsins, er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Í þættinum ræða þeir Páll og Bent um ferðafélagið vítt og breitt. Allt frá stofnun félagsins til dagsins í dag.

Náttúran í húfi

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun fossana í Ófeigsfirði. „Þessa fossa mætti alveg eins kalla Gullfossa Strandanna,“ segir Tómas og vísar þá í fegurð þeirra og hve verðmætir þeir eru fyrir svæðið og ferðamennsku framtíðarinnar.

Árbók FÍ 2018 í prentsmiðju

Árbók Ferðafélags Íslands 2018 er nú í prentsmiðju. Greiðsluseðlar vegna árgjalds FÍ árið 2018 eru komnir í heimabanka félagsmanna og berast á næstu dögum í pósti.

Skálaverðir gera sig klára fyrir sumarið

Á föstudaginn var haldinn fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um starfsemi Ferðafélagsins, öryggismál á fjöllum, ræstingar og þrif og í lok dagsins var fjallað um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Alls tóku 25 verðandi skálaverðir þátt í námskeiðinu.

Lokað eftir hádegi

Í dag, fimmtudaginn 24. maí, verður skrifstofa Ferðafélagsins lokuð frá kl. 12 til 17 vegna starfsmannaferðar.