Fjallaskíði gefa nýja vídd í skíðasportið segir Helgi Jóhannesson leiðsögumaður. Frábærar fjallaskíðaferðir eru í boði hjá FÍ. Þær njóta mikilla vinsælda.
Í sumar verður á dagskrá FÍ glæný ferð um Fjörður og Látraströnd undir leiðsögn Hermanns Gunnars Jónssonar sem þekkir svæðið á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eins og lófann á sér.
Dagskrá Ferðafélags unga fólksins, FÍ Ung, fyrir árið 2018 er komin út og þar er að finna tíu áhugaverðar ferðir af ýmsum toga; dagsferðir, óvissuferð og nokkurra daga ferðir um hálendi Íslands.
Dagskrá Ferðafélags barnanna fyrir árið 2018 er komin út og þar er að finna 25 fjölbreyttar og forvitnilegar ferðir fyrir börn og foreldra þeirra. Allar eru ferðirnar farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra.
Asahláka hefur verið á hálendinu að undanförnu og nú er svo komið að varhugavert er að aka inn í Landmannalaugar þar sem krapi liggur í leiðinni bæði í leiðinni úr Sigöldu á milli Hnausa og Hnausapolls og í Dómadalsleiðinni.