Fréttir

Hundrað hæstu tindar Íslands

Miðvikudagskvöldið 3. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir Hundrað hæstu verkefnið sem er ný og spennandi áskorun fyrir allt fjallafólk og felst í því að gengið er á öll hundrað hæstu fjöll Íslands.

Varasamt að tína krækling í Hvalfirði núna

Búið er að aflýsa fyrirhugaðri kræklingaferð Ferðafélags barnanna þar sem mikið magn af þörungaeitri hefur mælst í kræklingnum í ár.

Vinnugleði í Þórsmörk

Páskahelgin var nýtt til fullnustu í Þórsmörk þar sem hópur vaskra sjálfboðaliða gerði sér lítið fyrir og reif gamla pallinn við skálann og smíðaði nýjan!

Göngur með nýjum Íslendingum

Gestir og gangandi er nafn á gönguverkefni þar sem nýir og gamlir Íslendingar ganga saman um fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Farið verður í fjórar göngur nú á vormánuðum og allir eru velkomnir.

Úlfarsfell alla fimmtudaga

Ferðafélagið býður upp á opnar og ókeypis heilsubótargöngur á Úlfarsfell alla fimmtudaga. Gengið er á hraða sem hentar flestum og allir eru velkomnir.

50 fjallaleiðir til að hlaupa eða ganga

Haldið verður sérstakt kynningarkvöld fyrir FÍ félaga á nýútkominni bók Stefáns Gíslasonar, Fjallvegahlaup, miðvikudaginn 26. apríl.

Ókeypis páskaferð í Þórsmörk!

Langar þig til að dvelja frítt í Þórsmörk um páskahelgina? Komdu þá með okkur í skemmtilega fjögurra daga vinnuferð inn í Langadal í Þórsmörk.

Jákvæðir og bjartsýnir FÍ starfsmenn

Starfsmenn FÍ eru jákvæðir, glaðlyndir, úrræðagóðir, skipulagðir, yfirvegaðir, fróðir, þolinmóðir, vinnusamir, duglegir, lausnamiðaðir, skemmtilegir, hjálpsamir, hugmyndaríkir, traustir, drífandi, líflegir, bjartsýnir, hressir, jarðbundnir, hógværir, hláturmildir og traustvekjandi.

Gönguskór á afmælistilboði

Félögum í Ferðafélagi Íslands býðst nú að kaupa vandaða Scarpa gönguskó á sérstöku afmælistilboði eða á aðeins 39.000 krónur parið.

Skálaverðir óskast

Ferðafélag Íslands leitar að skálavörðum til starfa í Landmannalaugum í sumar. Leitað er eftir starfsfólki úr röðum félagsmanna á aldrinum 30 ára og eldri sem getur starfað í að minnsta kosti í þrjár vikur yfir sumartímann.