Fréttir

Vegprestar á Laugaveginum

Ferðafélag Íslands, Umhverfisstofnun og Rangárþing ytra hafa í samstarfi sett upp vegvísa á Laugaveginum sem vísa göngufólki leið að næstu skálum til beggja átta og segja til um vegalengdir. Alls verða settir upp 24 vegvísar á leiðinni sem er 55 km. löng.

Árbók FÍ 2017

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta sinn. Í ár er Ísafjarðardjúp til umfjöllunar. Um Djúpið hefur verið fjallað einu sinni áður, árið 1949 þegar Jóhann Hjaltason skrifaði um Norður-Ísafjarðarsýslu, þar með talda Jökulfirði og Hornstrandir. Um þau ævintýralönd fjallaði Guðrún Ása Grímsdóttir í árbókinni 1994.

Arion bakhjarl Ferðafélags Íslands

Undirritaðir voru á dögunum samningar milli Ferðafélags Íslands og Arion banka þess efnis að bankinn verði aðalsamstarfsaðili og bakhjarl FÍ næstu þrjú árin.

Undur Þórsmerkur

Félagar í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt á stuttu námskeiði sem haldið verður núna á laugardaginn um náttúru og gönguleiðir í Þórsmörk.

Úlfarsfell 1000

Í dag 31. maí verður haldin heljarinnar útihátíð á Úlfarsfelli þar sem stefnt er að því að fá alls eittþúsund manns á fjallið í göngu sem hefst kl. 18, annars vegar frá bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg og hins vegar frá bílastæði ofan byggðar í Úlfarsárdal.

Morgungöngur við fyrsta hanagal

Sumarið er komið og morgungöngur FÍ eru handan við hornið. Morgungöngurnar standa alla næstu viku, dagana 8.-12. maí og hefjast stundvíslega kl. 6.

Gengið um Langanes

Í júlí verður hægt að komast í skemmtilega ferð undir leiðsögn heimamanna um eyðibyggðir Langaness. Gengið er um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness.

Hvað get ég gert?

Málþing um ábyrga ferðamennsku sem ber yfirskriftina: Öxlum ábyrgð - Hvað get ég gert? verður haldið fimmtudaginn 4. maí, frá kl. 15-17 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Hundrað hæstu tindar Íslands

Miðvikudagskvöldið 3. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir Hundrað hæstu verkefnið sem er ný og spennandi áskorun fyrir allt fjallafólk og felst í því að gengið er á öll hundrað hæstu fjöll Íslands.

Varasamt að tína krækling í Hvalfirði núna

Búið er að aflýsa fyrirhugaðri kræklingaferð Ferðafélags barnanna þar sem mikið magn af þörungaeitri hefur mælst í kræklingnum í ár.