Spáð er góðu veðri á laugardaginn og þá verður tækifærið notað til að ganga á Ingólfsfjall undir merkjum verkefnisins Gengið á góða spá. Allir eru velkomnir.
Um áramót stígum við á stokk og strengjum þess heit að bæta okkur á margs konar máta. Bestu áramótaheitin sameina góðan félagsskap og heilnæma hreyfingu. Fjalla- og hreyfihópar FÍ uppfylla einmitt þessi skilyrði og margir þessara hópa hefjast núna eftir áramót. Kynningarfundir hefjast strax í næstu viku, sjá hér að neðan.
Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, verður sérstakur gestur hinnar vikulegu heilsubótargöngu FÍ á Úlfarsfell á morgun, fimmtudag kl. 17:45. Göngurnar eru opnar og ókeypis.
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari býður áhugasömum að koma með sér í ævintýralega göngu upp í grunnbúðir Everest í mars á næsta ári. Kynningafundur verður haldinn á fimmtudaginn.