Fréttir

Gengið á góða spá: Ingólfsfjall

Spáð er góðu veðri á laugardaginn og þá verður tækifærið notað til að ganga á Ingólfsfjall undir merkjum verkefnisins Gengið á góða spá. Allir eru velkomnir.

​Ferðaáætlun FÍ 2017

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2017 verður dreift til landsmanna 6. janúar n.k.

Fjallaverkefni og hreyfihópar FÍ

Um áramót stígum við á stokk og strengjum þess heit að bæta okkur á margs konar máta. Bestu áramótaheitin sameina góðan félagsskap og heilnæma hreyfingu. Fjalla- og hreyfihópar FÍ uppfylla einmitt þessi skilyrði og margir þessara hópa hefjast núna eftir áramót. Kynningarfundir hefjast strax í næstu viku, sjá hér að neðan.

Gleðileg jól

Bestu jóla- og nýárskveðjur. Skrifstofa FÍ er í jólafríi frá og með 23. desember. Opnað er aftur mánudaginn 2. janúar.

Ferðaáætlun FÍ í prent

Ferðaáætlun FÍ 2017 er nú komin í prentsmiðju, stútfull af spennandi ferðum af öllum stærðum og gerðum þar sem allt landið er undir.

Norður yfir Vatnajökul

Hin magnaða ferðabók Norður yfir Vatnajökul sem fjallar um fyrsta ferðalagið yfir Vatnajökul árið 1875 hefur verið endurútgefin.

Kransæðabók á tilboði

Ert þú í áhættuhópi fyrir kransæðasjúkdóm? Félögum í Ferðafélagi Íslands býðst að kaupa Kransæðabókina sérstöku tilboðsverði, kr. 4.900.

Heilsubót á fimmtudögum

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, verður sérstakur gestur hinnar vikulegu heilsubótargöngu FÍ á Úlfarsfell á morgun, fimmtudag kl. 17:45. Göngurnar eru opnar og ókeypis.

Everest Base Camp

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari býður áhugasömum að koma með sér í ævintýralega göngu upp í grunnbúðir Everest í mars á næsta ári. Kynningafundur verður haldinn á fimmtudaginn.

Jólatilboð FÍ

FÍ býður upp á frábæra jólapakka með völdum ferðabókum. Allt sem útivistargarpurinn og sófaferðalangurinn gætu óskað sér.