Ný bók með 13 gönguleiðum á Gjögraskaga á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda er komin út. Bókin heitir Fjöllin í Grýtubakkahreppi og er eftir Hermann Gunnar Jónsson, fjallgöngugarpa.
Bókin er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd.