Talsverður snjór er á hálendi Íslands þessi misserin eins og hefðbundið er á þessum árstíma. Djúpur snjór liggur til dæmis yfir ölllu Fjallabaki eins og meðfylgjandi mynd sýnir en myndin er tekin í Hvanngili um síðustu helgi.
Fyrir austan Reykjahverfið í Mosfellsbæ rís Reykjaborg, lítið fell og stakur klettahöfði, alláberandi séður frá bænum. Þangað er förinni heitið í fyrstu göngu gönguverkefnisins „Fótfrár“ hjá Ferðafélagi Íslands.
Myndakvöld Ferðafélags Íslands, miðvikudagskvöld kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.
Kynning á völdum ferðum í Ferðaáætlun 2016. Þátttaka ókeypis - allir velkomnir
Farðu alla leið í kvöld á kynningarfundinn um fjallaverkefnið Alla leið þar sem fjallarefurinn og reynsluboltinn Hjalti Björnsson leiðir för á hæstu tinda og krefjandi fjöll. Frábært verkefni fyrir þá sem vilja standa á hæstu tindum Öræfajökuls í vor eftir stigvaxandi fjallgöngur og góðan undirbúning. Fundurinn er í sal FÍ Mörkinni 6 kl. 20.
Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja flest í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir viðkomandi verkefni.
Áætlun Ferðafélags Íslands fyrir næsta ár, árið 2016, er komin á heimasíðuna. Sjá allar ferðir hér. Athugið að byrjað verður að bóka í ferðir næsta árs, mánudaginn 11. janúar.
Gengið á eitt fjall á viku + Úlfarsfell. Jólagjöfin í ár, bæði handa þér eða maka eða góðum félaga. Ferðafélag Íslands stendur fyrir nýju verkefni sem fer af stað í upphafi árs 2016. Verkefnið hefur hlotið nafnið Fyrsta skrefið þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku.