Fréttir

Bakskóli FÍ næstu ferðir

Bakskóli FÍ fimmtudaginn 20. júní  hópurinn við afleggjarann að Helgadal, næstu beygju til hægri áður en komið er að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, þar bíður fararstjóirinn og haldið í sameiningu að bílastæði þaðan sem gengið er á Grímarsfell. 

Leggjarbrjótur 17. júní

Ferðafélag Íslands stendur fyrir hinni árlegu göngu um Leggjarbrjót 17. júní nk. Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson höfundur Gönguleiða úr Hvalfjarðarbotni.  Frábær gönguleið í hátíðlegu umhverfi Þingvalla.

Árbókarferð um Norðausturland

Árbókarferð um Norðausturland22.–23. júní 2013 Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson höfundur árbókar FÍ 2013Verð í ferðina er kr. 15.000/ 18.000 ( miðað við brottför frá Egilsstöðum ) Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórnTilboð í flug: Reykjavík - Egilsstaðir - Reykjavík er kr. 26.300 og bókast og greiðist sérstaklega. Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst  í árbókinni. Ferðatilhögun: 2ja daga rútuferð frá Egilsstöðum norður um Vopnafjörð, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll og til baka um þjóðveg 1 í Egilsstaði.  Fólk hafi með sér nestisbita fyrir báða dagana, en kostur gæfist til að kaupa hressingu á Vopnafirði (súpa) og kvöldverð og morgunverð á Ytra-Lóni. Hugsanlega léttan miðdegisverð á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn.  Fyrri dagur: Lagt af stað kl 10 f.h. frá Egilsstöðum (eftir komu morgunflugs frá Rvík). Ekið um Hellisheiði. Áning á völdum stöðum. Viðkoma í Kaupvangi Vopnafirði (ca. kl.14–15).  Gisting á Ytra-Lóni Langanesi. Árbókarkynning og árbókarkynning um kvöldið. Síðari dagur: Brottför 09 frá Ytra-Lóni. Skroppið út að Heiði. Síðan um Þórshöfn, vestur Þistilfjörð, til Raufarhafnar og út fyrir Sléttu. Stans síðdegis í Ásbyrgi. Upp með Jökulsá að austan að Dettifossi. Viðkoma á Grímsstöðum og Biskupshálsi og síðan sem leið liggur í Egilsstaði, - fyrir síðasta flug suður.  Ábendingar um áningarstaði (yfirleitt stuttur stans) á leiðinni: Fyrri dagur: Landsendi yst í Jökulsárhlíð. Böðvarsdalur. Vindfell. Gljúfursá. Syðri-Vík. Refsstaður. Bustarfell. Hof. Kauptúnið á Tanga: Kaupvangur (súpa!), Leiðarhöfn. Selárdalslaug. Bakkafjörður (Höfn) – Steintún Skeggjastaðir Gunnólfsvík Þórshöfn – Ytra-Lón.  Síðari dagur: Heiði Langanesi Sauðanes Gunnarsstaðaás Svalbarð Rauðanes (ganga ca 1 klst.) Hófaskarð Raufarhöfn (Höfði, Hótel Norðurljós) Kópasker Byggðasafn N-Þing v/Snartarstaði Skinnastaður Ásbyrgi Dettisfoss Grímsstaðir Biskupsháls.  Þátttakendur skrái sig með góðum fyrirvara (minnst mánuði fyrir brottför). Þátttakendur af heimaslóðum geta  komið inn í ferðina á helstu áningarstöðum, þ.e. Vopnafirði, Bakkafirði og Þórshöfn, en yrðu að tilkynna sig ætli þeir að fá far með rútu.

Opnunarferð - Valgeirsstaðir í Norðurfirði 30. maí - 4. júní

Skálar Ferðafélags Íslands opna nú hver af öðrum.  Í mörgum skálum eru fóstrar sem annast opnun og lokun og sinna ýmsu viðhaldi í skálum.  Á Valgeirsstöðum í Norðurfirði er Jóhanna Heiður Gestsdóttir fóstri ásamt fjölskyldu sinni.

Sumarljósmyndakeppni Ferðafélags barnanna

Nú fara allir út að taka myndir af einhverju tengdu útilífi og senda uppáhaldsmyndirnar sínar í sumarljósmyndakeppni Ferðafélags barnanna. Skemmtilegir ferðavinningar í boði.

Útilífsdagur barnanna í Skagafirði

Útieldun, ratleikur, þrautir, ævintýraleikir og fleira og fleira á Útilífsdegi barnanna í Skagafirði 7. júlí. Þetta verður frábær fjölskyldudagur þar sem tilgangurinn er að vekja áhuga barna á útilífi og auðvitað skagfirskri náttúru í leiðinni!

Bakskóli FÍ 10. júní

Bakskóli FÍ mánudaginn 10. júní  það er brottför frá bílastæði Bónus í Ögurhvarfi  kl 18.00.Gönguferð í 75 mín, stöðuæfingar og teygjur. Mætið vel búin í góðum göngufatnaði og gönguskóm / íþróttaskóm.  

Þingvallaþjóðgarður frá vatni um fáfarnar slóðir 8. júní

Gengið er frá Vellankötlu um skógræktarreit og fjárhelli. Genginn verður hluti af gamalli þjóðleið, farið um gömul bæjarstæði og yfir gróin hraun. Um 4 klst. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ.

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg býður upp á ókeypis fyrirlestra um gönguferðir. Fjallað verður um undirbúning, útbúnað og framkvæmd en áætlað er að fyrirlesturinn taki um eina og hálfa klukkustund. Annar fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 5. Júní kl. 20:00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta, Malarhöfða 6, Reykjavík. Hinn fyrirlesturinn verður í fimmtudaginn 6. Júní kl. 20:00 í húsnæði Súlna,Hjalteyrargötu 12, Akureyri. Fyrirlestrarnir henta öllum og fólk er hvatt til að mæta og nýta sér þetta tækifæri. Í framhaldi af þessu mun Björgunarskóli Landsbjargar bjóða stutt námskeið fyrir göngumenn. Námskeiðin eru sem hér segir; Útbúnaður í gönguferðum 11.júní , Áttaviti og kortalestur  13. Júní og Göngu GPS 18. Júní. Öll námskeiðin hefjast kl. 19:00 og fara fram í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Skráning fer fram hér http://skoli.landsbjorg.is/Open/Seminars.aspx eða í síma 570-5900.

Mörg handtök í vinnuferðum í skálum Ferðafélagsins

Vinnuskýrsla frá Andra Johnsen skálaverði FÍ í Langadal á Þórsmörk frá því í sumar en það eru mörg handtök við fjölmörg verkefni hjá skálavörðum á hverju sumri.