Fréttir

Ný umhverfisstefna FÍ samþykkt á aðalfundi félagsins

Á aðalfundi FÍ 21. mars sl. var samþykkt ný umhverfisstefna félagsins. Ferðafélags Íslands hefur í starfi sínu í 85 ár tekið afstöðu með náttúru landsins eins og fram kemur í lögum og markmiðum félagsins en í lögum félagsins segir meðal annars:  Ferðafélag Íslands skal stuðla að góðri umgengni ferðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. með samstarfi við umhverfis- og náttúruverndaraðila.

Málstefna um Þingvelli 3. apríl

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Bakskóli FÍ - gönguferðir fyrir bakveika

Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í apríl – júní. Léttar gönguferðir með styrkjandi stöðuæfingum 3 í viku auk heimaverkefna og þegar liður á verkefnið verður farið í léttar fjallgöngur. Sérstakur kynningarfundur fyrir bakskóla FÍ verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni.

Skálavörður FÍ í Landmannalaugum

Ferðafélag Íslands er með skálavörð í Landmannalaugum nú yfir vetrarmánuðina og fram yfir páska. Frímann Ingvarsson hefur staðið vaktina í Laugum í vetur og er ánægður með dvöl sína á staðnum.

Þórsmörk með FÍ um páskana

Ferðafélag Íslands verður með skálavörð í Langadal í Þórsmörk um páskana og stendur fyrir fjölskylduferð í Langadal. Tilvalið fyrir alla ferðafélaga að njóta náttúrufegurðar í Þórsmörk yfir páskana og eiga góða stund með fjölskyldunni á þessum einstaka stað

Ritsamningar um nýjar árbækur

Á dögunum undirrituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ  og Gísli Már Gíslason prófessor við HÍ undir ritsamning þess efnis að Gísli Már skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2016 um Rauðasandshrepp hinn forna og Eyrar.  Einnig var undirritaður samningur milli FÍ og Hjörleifs Guttormssonar náttúrufræðings þess efnis að Hjörleifur skrifi árbók FÍ 2018 um Upphérað og öræfin suður af.

Kúnstir náttúrunnar - útgáfutónleikar 21. mars

Útgáfutónleikar og söngvakvöld í Hannesarholti.  Fimmtudagskvöld 21. mars, kl. 20 verður fjölbreytt söngvaka í salnum í Hannesarholti á Grundarstíg 10. Þar flytur hópur söngfólks og tónlistarmanna söngva í tilefni af útgáfu albúmsins Kúnstir náttúrunnar (CD- og DVD-diskur).     Útgáfan er helguð aldarafmæli Sigurðar Þórarinssonar sem var á síðastliðnu ári. Útgefendur albúmsins standa að dagskránni ásamt menningarmiðstöðinni Hannesarholti. –   Aðgangseyrir er kr. 2.000  –  Aðgöngumiða þarf að panta á netfanginu songvaka@gmail.com. Staðfesting á pöntun berst síðan í tölvupósti. Athugið að salurinn rúmar aðeins liðlega 60 manns og því mikilvægt að panta tímanlega.  Miðar eru síðan greiddir við innganginn rétt fyrir tónleikana.     Meginuppistaðan í dagskránni verður þessi:   1) Hópurinn flytur söngvísur við ljóðaþýðingar og frumsamda texta Sigurðar. Gerð verður stuttlega grein fyrir útgáfunni og tilurð söngvísnanna.      2) ’Edda Þórarinsdóttir og tríóið Pálsson’ flytja nokkra söngva, þar á meðal einn sem er á fyrrnefndum hljómdiski.   3) Flutt verða þekkt sönglög við ljóð Hannesar Hafstein. Hér er vel þegið að gestir kvöldsins taki undir.   Flytjendur verða:  Árni Björnsson, Björgvin Gíslason, Edda Þórarinsdóttir, Elín Ýrr Agnarsdóttir, Gunnar Guttormsson, Halldór Ólafsson, Kristján Hrannar Pálsson, Magnús Pálsson, Njáll Sigurðsson,  Oddur Sigurðsson, Páll Einarsson,  Reynir Jónasson og Rúnar Einarsson.   Í hléi geta tónleikagestir fengið sér kaffi eða te.  Einnig gefst þá kostur á að kaupa albúmið.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 21. mars nk í sal FÍ Mörkinni 6 og hefst kl. 20. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Fjall mánaðarins í mars er Akrafjall 643 m.

Þriðja ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 16 mars.

Með fróðleik í fararnesti

Samstarf FÍ og HÍ ,,með fróðleik í fararnesti, " hefst í næsta mánuði.  Þá verða farnar spennandi ferðir meðal annars fuglaskoðunarferð í Grafarvog og Kræklingaferð Í Hvalfjörð.