Fréttir

Vonskuveður seinnipartinn og í kvöld

Þeir sem ætla til fjalla í dag ættu að hafa í huga að veður mun versna seinnipartinn og með kvöldinu. Veður fer ört vaxandi í dag á landinu í dag, einkum síðdegis og í kvöld þegar austan og norðaustan hvassviðri eða stormur mun ganga yfir mest allt landið. Hvessa mun fyrst við suðurströndina og fyrir hádegi má búast við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum. Í kvöld hvessir svo enn frekar Suðaustanlands og fer þá að rigna. Suðaustan stormur, 18-25 m/s verður þar í kvöld og nótt og mjög hvassar vindhviður undir Vatnajökli. Á Suðvesturlandi hefur snjóað talsvert og bendir Vegagerðin á að skyggni og færð geti því spillst fljótt þegar fer að hvessa síðdegis. Ísingarhætta er til staðar, einkum á sunnanverðu landinu þar sem léttir til í kvöld og nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma fram eftir morgni en vaxandi austanátt í dag, 8-15 m/s síðdegis og upp undir 20 m/s í kvöld. Í nótt hvessir heldur og verður vindhraði 15-23 m/s undir morgun. Síðdegis á sunnudag fer að lægja. Skýjað verður með köflum og hiti um frostmark. Um landið norðanvert má gera ráð fyrir snjókomu eða éljum og skafrenningi með slæmu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Austfjörðum er slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla síðdegis.

Tilboðskvöld í Fjallakofanum fyrir FÍ félaga fimmtudaginn 24. jan

FORSALA FJALLAKOFANS FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 24. janúar kl. 19 – 21  FYRIR FÉLAGA FÍ :  Þar sem   vetrarútsala FJALLAKOFANS er að hefjast  föstudaginn 25. janúar, þá viljum við  bjóða félögum í  Ferðafélagi Íslands  til sérstakrar  forsölu fimmtudagskvöldið 24. janúar,  kl. 19 – 21 í verslunum FJALLAKOFANS að Laugavegi 11 og Kringlunni 7, þar sem í boði verða vörur með 20 – 60% afslætti.

Fjall mánaðarins í janúar - breyting vegna veðurs 26. janúar - gengið á Úlfarsfell

Vegna veðurs og ófærðar í Blafjöllum verður ekki gengiið á Stóra Kóngsfell í dag en í staðinn verður gengið á Úlfarsfell. Mæting er í Mörkinni 6 kl. 10.30 eða við upphafsstað göngu við skógræktina við Vesturlandsveg neðan við Úlfarsfell, þar sem gangan hefst kl. 11.00 með kveðju, Fararstjórar, Örvar og Ævar     Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. janúar.

52 fjöll -skráningu að ljúka

Skráðir þátttakendur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands 2013 hafa fengið tölvupóst með leiðbeiningum vegna göngunnar á næsta laugardag. Þeir sem ekki hafa fengið póst ættu að hafa samband við skrifstofuna í síma 569-2533 eða senda skeyti á fi@fi.is.Það sama ættu þeir að gera sem hyggjast skrá sig en hafa ekki enn látið verða af því.

Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir  að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir  að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Hringferðir á gönguskíðum.

Ferðafélag Íslands býður upp á hringferðir á gönguskíðum í ferbrúar og mars, þar sem gengið er á gönguskíðum frá upphafsstað góður hringur í náttúrunni og endað á upphafsstað aftur. Undirbúningsfundur vegna þessara ferða verður þriðjudaginn 29. janúar nk. í sal FÍ.

Námskeið í vetrarfjallamennsku 9. febrúar nk.

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjallamennsku laugardaginn 9. febrúar nk. Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði vetrarfjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur.

Eitt fjall á mánuði 2013

  Nýtt verkefni hefst í lok janúar 2013.Umsjónarmenn verða þeir sömu; Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. Sérstakir fararstjóra annast umsjón verkefnisins. Að jafnaði fimm til sex talsins.Samtals hæð fjallanna 9899 m. Samtals hækkun á göngu: 7540 m.

52 fjöll- Mosfell á laugardaginn

Laugardaginn 12. janúar gengur 52 fjalla hópur Ferðafélags Íslands á Mosfell við Mosfellsdal. Mosfellið er 280 metra hátt. Áætluð hækkun á göngu er 200 metrar og ætluð vegalengd 3.8 km. Gangan tekur 1-2 tíma.Lagt er upp frá bílastæði við kirkjuna á Mosfelli ca. kl. 10.20. Til þess að komast þangað skal aka þjóðveg eitt (Vesturlandsveg) en beygja inn á veg 36 Þingvallaveg í Mosfellssveit við Helgafell. Í Mosfellsdal er svo beygt inn á veg sem liggur heim að Mosfelli. Þeir sem vilja samflot eða hyggjast sameinast í bíla skulu mæta í Mörkina 6 en þaðan verður farið kl. 10.00 stundvíslega.Veðurspá fyrir laugardag er ágæt, hæg vestlæg eða breytileg átt og líklega úrkomulaust fyrri hluta dagsins, fremur svalt í veðri.