Fréttir

Morgungöngur FÍ og VÍS - Esjan á föstudag

Í fimmtu og síðustu morgungöngu Ferðafélags Íslands og VÍS að þessu sinni verður gengið áleiðis upp i Esjuna. Gangan hefst við Esjustofu og verður farið eftir hefðbundinni leið upp að Kögunarhóli í 250 metra hæð. Að lokinni göngu býður Ferðafélag Íslands upp á léttan morgunmat við Esjustofu.Þáttakendur geta ekið saman í halarófu úr Mörkinni 6 kl. 06.00 stundvíslega eða mætt á upphafsstað göngu og lagt bílum sínum fyrir neðan Esjustofu.  

Örgöngur í maí falla niður

Örgöngur FÍ sem vera áttu á miðviikudögum í maí falla niður að þessu sinni.

Árbókarferð með Hjörleifi Guttormssyni í júní

FÍ stendur fyrir árbókarferð um Norðausturland 22. - 23. júní. Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst  í árbókinni.

Ferðafélagið Norðurslóð - Gestabókarganga á Kollufjall

Gestabókarganga á Kollufjall Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar verður laugardaginn 27. apríl, á þeim langa kosningadegi. Gengið verður með gestabók upp á Kollufjall við Kópasker. Kollufjall hefur verið valið í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” þetta árið, en það er UMFÍ og HSÞ sem standa fyrir verkefninu. Gestabókinni verður komið fyrir í kassa sem verður við vörðu á fjallstoppnum í allt sumar. Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörðurinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla. Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. Í norðaustri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði. Lagt verður upp frá skólahúsinu á Kópaskeri kl 13:00. Þetta er ekki erfið ganga (einn skór ). Mætum vel klædd og skóuð í hressandi vorgöngu.

Fjall mánaðarins í apríl er Trölladyngja 379 m. og Grænadyngja 402 m. á Reykjanesi.

Fjórða ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. apríl.

Bakskólinn á Mosfell

Bakskóli FÍ fer í gönguferð á morgun laugardag á Mosfell.  Í gærkvöldi var Einar Einarsson sjúkraþjálfari með fyrirlestur um bakvandamál. Bakskóli FÍ hefur farið vel af stað og um síðustu helgi var gengið á Helgafell. Bakskólinn er með gðnguferðir frá Árbæjarlaug kl. 18 mánudaga og fimmtudaga.

Fuglaskoðunarferð í Grafarvoginn á laugardag

Tómas Grétar Gunnarsson  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiðir ferð í Grafarvog þar sem farfuglar safnast fyrir á leirunni. Þátttakendur taki með sér sjónauka. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 2 klst. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ og farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.

Þverártindsegg - 11. maí - Nokkur laus pláss

Þverártindsegg 4 skór 11. maí, laugardagur Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson. Hámarksfjöldi: 12. Brottför: Snemma morguns á einkabílum frá Hala í Suðursveit. Þátttakendur sameinast í jeppa og aka inn Kálfafellsdal að upphafsstað göngunnar á Þverártindsegg, 1553 m. Af Þverártindsegg sér yfir hinn fagra Kálfafellsdal með jökulfossum og hamrastálum allt um kring. Einnig yfir Breiðamerkurjökul, Öræfajökul og Esjufjöll. Afar sérstætt landslag sem ekki á sér margar hliðstæður hér á landi. Jöklabúnaður nauðsynlegur sem og kunnátta í notkun hans því leiðin er brött og krefjandi. 8-10 klst. á göngu. Ganga verður frá skráningu og greiðslu þremur vikum fyrir brottför. Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Verð: 23.000/26.000  

Miðfellstindur 3. -4. maí - Nokkur laus pláss

Miðfellstindur 3.-4. maí. 2 dagar Fararstjóri: Guðmundur Jónsson. Hámarksfjöldi: 15. Brottför: Kl. 22 frá Skaftafelli. Gengið á föstudagskvöldi inn í Kjós og tjaldað þar áður en haldið er upp á Miðfellstind, 1420 m, næsta dag. Tjöldin tekin saman á bakaleiðinni og gengið til baka í Skaftafell. Ganga á Miðfellstind er ögrandi verkefni fyrir brattgengustu fjallgöngumenn. Tindurinn rís fyrir botni Morsárdals, sunnan í Vatnajökli, nærri Þumli. Jöklabúnaður nauðsynlegur. Ganga verður frá skráningu og greiðslu á ferð þremur vikum fyrir brottför. Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 16. apríl kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6. Verð: 23.000/26.000.

Útivistarkvöld Intersport fyrir félagsmenn FÍ

Útivistarkvöld Intersport fyrir félagsmenn FÍ miðvikdaginn 10. apríl frá kl. 19.30 - 21.30.  Intersport býður 20% aflsátt af öllum vörum til félagsmanna FÍ.