Fréttir

Árbók FÍ 2013 komin út - Norðausturland - Hjörleifur Guttormsson höfundur

Út er komin árbók Ferðafélags Íslands 2013. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur skrifar um Vopnafjörð, Langanesströnd, Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll, svæði sem að flatarmáli er um 7% af Íslandi. Fallegar ljósmyndir sem höfundur tekur skreyta bókina auk þess sem nákvæm kort eru af svæðunum sem fjallað er um. Daníel Bergmann annaðist umbrot á bókinni.

Barnavagnavika FÍ - dagskrá

Barnavagnavika FÍ 13. - 17. maí. Gönguferðir með barnavagna og kerrur alla daga vikunnar kl. 12.00Hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun. ca. 60 - 75 mínútur. Mætið í góðum gönguskóm og helst göngufatnaði. Gengið er eftir göngustígum borgarinnar, sjá dagskrá hér neðar. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.  Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir Brottför er kl 12:00 alla daga: Mánudag: Mæting við Perluna ÖskjuhlíðÞiðjudagur: Mæting við Gerðasafn í KópavogiMiðvikudag: Mæting við ÁrbæjarlaugFimmtudag: Mæting við NauthólFöstudag Mæting við Húsdýragarðinn Laugardal.

Birnudalstindur 25. maí - Laus pláss

25. maí, laugardagur Fararstjóri: Ragnar Antoniussen. Hámarksfjöldi: 18. Brottför: Kl. 5 frá Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Birnudalstindur er glæsilegur tindur í Kálfafellsfjöllum í Suðursveit, í sunnanverðum Vatnajökli og rís hæst í 1326 m. Tindurinn sjálfur er rétt sunnan við jökuljaðarinn austan Kálfafellsdals sem hrífur fjallamenn vegna alpalandslags síns. Gönguleiðin er í svipmiklu landslagi og á góðum degi er útsýnið af tindinum mikilfenglegt og ekki leiðinlegt að láta Þverártindsegg og Öræfajökul taka á móti sér þegar komið er á topphrygginn. Á föstudegi er ekið á einkabílum frá Reykjavík að Hrollaugsstöðum í Suðursveit og gist þar eða í nágrenni á eigin vegum. Gistingu er til dæmis að finna á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, ferðaþjónustunni á Brunnavöllum og Hala í Suðursveit. Fararstjóri mun hitta fjallafólk á Hrollaugsstöðum á föstudagskvöldinu klukkan 21 til að  fara yfir það helsta sem viðkemur ferðinni. Æskilegt er að fólk sé komið austur að Hrollaugsstöðum fyrir þann tíma. Gera skal ráð fyrir fjögurra og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Lagt er af stað í gönguna á laugardagsmorgni klukkan 05 frá vegaslóða við Brunnavelli sem eru við kirkjustaðinn Kálfafellsstað. Gengið er inn Staðardal og svo upp Birnudal. Sama leið er gengin til baka. Þessi gönguleið er í mjög fallegu og svipmiklu landslagi. Gera má ráð fyrir að við verðum komin aftur niður milli klukkan fimm og sjö. Heimferð er svo á sunnudeginum. Gengið er um brattar brekkur og fannir og ef hart er á er nauðsynlegt að vera með fjallabúnað svo ekki þurfi að snúa við vegna færis. Fólk sér sjálft um að koma með sinn eigin búnað. Ef þörf er á að leigja búnað þá er það hægt hjá: Ferðafélagi Íslands (broddar og gönguaxir), Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, Fjallakofanum og Íslensku Ölpunum. Göngulengd er um 22 km og má gera ráð fyrir að fjallaferðin, með slóri og matar-/kaffipásum taki um 12-14 klst. Undirbúningsfundur: Fimmtudaginn 16. maí kl. 19 í sal FÍ, Mörkinni 6. Verð: 23.000/26.000.   Ítarefni: Bókin Íslensk fjöll - Gönguleiðir á 151 tind, bls 26.  

Barnavagnavika FÍ

40 mömmur, 40 börn, 2 pabbar og 1 hundur Barnavagnagöngur FÍ sem standa yfir þessa vikuna njóta mikilla vinsælda.

Bakskólinn í dag mánudaginn 13. mai

Bakskóli FÍ er í dag með gönguferð kl. 18 og er gengið frá Morgunblaðshöllinni og eftir fallegum gönguleiðum þar í nágrenninu. Þátttakendur mæti í göngufatnaði með húfu og vettlinga.

Ferðafélag Íslands aflýsir ferð á Þverártindsegg

Ferðafélag Íslands hefur aflýst ferð á Þverártindsegg sem fara átti á morgun, bæði vegna veðurspá og snjóflóðahættu en mikið hefur snjóað í þessu bröttu fjöll undanfarna daga.

Bakskólinn á Helgafell í Mosó

Bakskóli FÍ gengur á Helgafell í Mosfellssveit á morgun laugardag kl. 10.30. Lagt er af stað frá bílastæðinu norðan Helgafells, ca 50 m eftir að beygt er af Vesturlandsvegi inn Mosfellsdal áleiðis til Þingvalla.  Þátttakendur veri vel búnir, í góðum gönguskóm, göngufatnaði og með húfu og vettlinga.  Fararstjóri er Leifur 823-2066

12. maí - Hringferðir um fjallatinda - Helgafell og fleiri fjöll ofan Hafnarfjarðar – Létt

Helgafell og fleiri fjöll ofan Hafnarfjarðar – Létt Stigvaxandi fjallgöngur í þriggja ferða syrpu Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Verð: 4.000/6.000 hver ferð. Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Helgafell og fleiri fjöll ofan Hafnarfjarðar – Létt 12. maí, sunnudagur  Gengið frá Kaldárseli upp á Helgafell. Farið austur af fellinu niður gil og undir steinboga. Haldið meðfram Helgafelli í átt að Húsfelli og gengið á það. Í bakaleiðinni er farið á Búrfell og endað á að þvera Valahnúka hjá Valabóli og Músarhelli. 13 km. 50-200 m hækkun á fellin. 5-6 klst.  

Ferðafélag Íslands aflýsir ferð á Miðfellstind

Vegna veðurs hefur Ferðafélag Íslands aflýst ferð á Miðfellstind. Fararstjórar í ferðinni hafa legið yfir veðurspám og er þetta niðurstaðan.

Bakskólinn á Helgafell nk. laugardag 4. maí

Bakskóli FÍ gengur á Helgafell ofan Hafnarfjarðar, laugardaginn 4. maí nk.  Brottför frá bílastæði við Kaldársel kl. 10.30.  Á mánudögum og fimmtudögum er gengið frá Árbæjarlaug kl.18