Fréttir

Skálalokun í haust

Nú þegar líður inn í haustið verður skálum Ferðafélags Íslands lokað hverjum á fætur öðrum.

Hvaða sveppi má borða?

Best er að tína sveppi síðsumars og á haustin en áður en haldið er á sveppamó er víst best að kunna að greina æta sveppi frá þeim eitruðu!

Ljósmyndaferð í Landmannalaugar

Þriggja daga ljósmyndaferð um eitt fallegasta svæði landsins, Landmannalaugar. Gengið um svæðið og myndir teknar af litríku umhverfinu við mismunandi birtuskilyrði.

Ferðafélag Íslands stofnar FÍ UNG, ferðafélag unga fólksins

FÍ UNG hefur það markmið að hvetja ungt fólk á aldrinum 18 - 25 ára að ferðast um og kynnast landinu, vera úti í náttúrunni í góðum og skemmtilegum félagsskap.

Fjórar nýjar ferðabækur

Ferðafélag Íslands gaf í sumarbyrjun út fjórar brakandi nýjar og spennandi ferðabækur: Árbók um Vestur-Húnavatnssýslu, gönguleiðarit bæði um Hellismannaleið á Landmannaafrétti og Almannaveg yfir Ódáðahraun og svo ljósmyndabók um Laugaveginn.

Seiðmagn óbyggðanna - ný bók frá Ferðafélagi Íslands

Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþættir eftir Gerði Steinþórsdóttur, er ný bók Ferðafélags Íslands sem kom út ú sumarbyrjun.  Í bókinni eru 35 ferðaþættir þar sem segir frá gönguferðum víða um byggðir og óbyggðir Íslands og í fáeinum þáttum víkur sögunni til annarra landa. Flestir birtust þættirnir í Morgunblaðinu undir samheitinu Á slóðum Ferðafélags Íslands.      Gerður hefur langa reynslu af óbyggðaferðum og átti um árabil sæti í stjórn Ferðafélags Íslands.      Í bókinni eru liðlega 100 myndir og mörg kort af gönguleiðum. Hún er 260 blaðsíður. Oddi prentaði. Bókin færst í helstu bókaverslunum og á skrifstofu Ferðafélags Íslands.

Ferðafélag Íslands kynnir áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir

Undanfarin  ár hefur orðið sprenging í ástundun Íslendinga í gönguferðir og almenna útivist um allt land. Ferðafélag Íslands hefur undanfarna mánuði í samvinnu við tryggingafélagið VÍS unnið að gerð áhættumat fyrir allar helstu gönguleiðir Esjunnar, með það fyrir augum að upplýsa göngufólk sem ætlar að ganga á Esjuna um þær hættur sem þau mega búast við á viðkomandi gönguleið.  Á höfuðborgarsvæðinu sjáum við það best í aukinni ásókn fólks í að ganga upp á Esjuna. Fyrir nokkrum árum fóru að meðaltali 4-5 þúsund manns upp á Esjuna á ári hverju en í dag er sá fjöldi kominn í 20-30 þúsund manns. Aukin ásókn í ýmsar gönguleiðir Esjunnar hefur leitt til þess að tíðni slysa á göngufólki hefur aukist á einhverri af fjölmörgu gönguleiðum í fjallinu, allt frá því að vera minniháttar yfir í mjög alvarleg slys. Aðrar þættir sem hafa þar áhrif er að göngufólk er misreynt og staðarkunnugt um hættur í fjallinu á gönguleiðunum. Auk þess hefur borið á því að fólk hefur ekki verið nógu vel útbúið fyrir gönguleiðirnar miða við aðstæður og vedur í fjallinu.  Áhættumatið gengur út á hverri gönguleið í skipt niður í ákveðna hluta og mögulegar hættur í hverju hluta greindur. Síðan er líkurnar á hættunni og alvarleika hennar metin með því að reikna út ákveðna vátölu fyrir viðkomandi hættusvæði. Fyrir aftan hverja vátölu getur svo fólk séð til hvaða forvarnaaðgerða skal grípa til þegar gengið er um viðkomandi svæði. Þannig getur göngufólk séð hvar hætturnar í gönguleiðinni liggja og varast þær um leið. Áhættumat þetta er unnið i kjölfar á því að Ferðafélag Íslands er í innleiðingarferli á Vakanum – umhverfis- og gæðastjórunarferli Ferðamálastofu.    Ferðafélagið vill með  vinnu við áhættumati þessu sýna frumkvæði í efla öryggi í gönguferðum á Íslandi og því geta allir sem vilja ganga á Esjuna nálgast áhættumatið á heimasíðu félagsins. Markmið félagsins er að gert verði áhættumat fyrir allar skipulagðar gönguferðir á vegum félagsins og er sú vinna með vinsælustu ferðirnar nánast lokið. Það sýn félagins að vera leiðandi í bættri öryggismenningu/öryggisvitund fólks er snýr að gönguferðum og annarri útivist. Þetta er framlag Ferðafélagsins í að efla áherslur á öryggismál enn frekar í sinni starfsemi og mun þessi vinna halda áfram að þróast á næstunni. Ferðafélagið og VÍS vona að aðrir aðilar innan ferðaþjónustunnar  geti nýtt sér þessa vinnu og fetað í sömu fótspor.  

Magnaður leiðangur á Sveinstind - ferðasaga

Ferðafélag Íslands stóð fyrir leiðangri á Sveinstind um sl. helgi.  Leiðin er krefjandi og fjölbreitt ganga og Sveinstindur  2044m.,  næst hæsti tindur Öræfajökuls og er í austurbrún öskjunnar. Fáfarin útsýnisleið um hrikalegt umhverfi hárra fjalla og skriðjökla. Veðurspá var góð og rættist hún vel. Sól og hægur vindur var allan daginn.

Skálaverðir í alla skála FÍ á Laugaveginum

Skálaverðir eru nú komnir í alla skála FÍ á Laugaveginum. Aðstæður á gönguleiðinnni eru almennt góðar þrátt fyrir mikil snjóalög á fyrsta og öðrum legg leiðarinnar til og frá Hrafntinnuskeri.  Fjallabaksvegur upp Fljótshlið er enn lokaður vegna snjóa en fylgjast má á vef vegagerðarinnar hvernær vegurinn opnar.

Sumarsólstöðuganga á Botnssúlur - Vestursúlu

Ferðafélag Íslands stendur fyrir sumarsólstöðugöngu á Vestursúlu föstudaginn 21. júní.  Brottför frá Mörkinni 6 kl. 19 og staðið á hæstu tindum í nágrenni Reykjavíkur um miðnætti.