Fréttir

Fyrsta skrefið er jólagjöfin í ár

Gengið á eitt fjall á viku + Úlfarsfell. Jólagjöfin í ár, bæði handa þér eða maka eða góðum félaga. Ferðafélag Íslands stendur fyrir nýju verkefni sem fer af stað í upphafi árs 2016. Verkefnið hefur hlotið nafnið Fyrsta skrefið þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku.

Náttúruupplifun í jólapakkann

Gefðu þeim sem þú elskar hlutdeild í náttúru Íslands þessi jól! Gjafakort í ferðir Ferðafélags Íslands, félagsskírteini sem opnar frábæra fjallamöguleika eða útivistarbækur. Allt þetta og meira til á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 eða í síma: 568 2533.

Jólatilboð á ferðabókum

Þrjár stórgóðar ferðabækur Ferðafélags Íslands eru nú á sérstöku jólatilboði. Jafnframt er hægt að kaupa árbækur FÍ á tilboðsverði til jóla. Þessar bækur og fleiri til fást á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.

Fjallaverkefni FÍ 2016. Góð heilsa í jólagjöf

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja flest í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir viðkomandi verkefni.

Að ljósmynda norðurljós

Hvernig á að ljósmynda norðurljósin? Lærðu allt um það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla myndavélarnar til að ljósmynda norðurljós að næturlagi, stilla fókus, ISO, lokunarhraða, ljósop og hvernig á að velja fylgihluti.

Opnar æfingar hjá FÍ Landvættum

Ferðafélag Íslands hefur stofnað æfingahópinn FÍ Landvætti og fyrst um sinn eru æfingarnar opnar öllum til að koma og prufa en hópurinn æfir saman einu sinni í viku.

Skálavörður í Landmannalaugum í vetur

Sú nýbreytni verður tekinn upp í vetur að skálavörður á vegum Ferðafélags Íslands verður staðsettur í Landmannalaugum meira eða minna alla vetrarmánuðina.

Umbætur á Laugaveginum

Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á gönguleiðinni um Laugaveginn í sumar og áætlanir eru uppi um enn frekari umbætur á næsta ári.

Skálalokun í haust

Nú þegar líður inn í haustið verður skálum Ferðafélags Íslands lokað hverjum á fætur öðrum.

Hvaða sveppi má borða?

Best er að tína sveppi síðsumars og á haustin en áður en haldið er á sveppamó er víst best að kunna að greina æta sveppi frá þeim eitruðu!