Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Landmannalaugum að þeir sem greiða aðstöðugjald fá sérstök armbönd til að bera á meðan þeir dvelja á svæðinu.
Í öllum skálum Ferðafélags Íslands er sérstaklega rukkað fyrir aðstöðu við skálana, 500 kr. fyrir daginn. Það eru aðallega svokallaðir dagsgestir sem nýta sér þetta en það eru þeir sem ekki gista í skálunum sjálfum eða á tjaldsvæðunum. Dagsgestir koma í heimsókn yfir daginn og nota þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í kringum skálana eins og til dæmis klósett, nestishús, grill eða þvíumlíkt.