Byrjað er að loka skálum Ferðafélags Íslands á hálendinu fyrir veturinn en nokkrir skálar verða þó opnir eitthvað aðeins fram eftir hausti og einn að mestu leyti í allan vetur.
Ferðafélag Íslands hefur nú þrjú ár í röð staðið fyrir fræðsluferðum þar sem leitast er við að feta í fótspor Konrads Maurers sem ferðaðist um Ísland árið 1858.
Stór hópur eldri borgara frá Selfossi kom við í Landmannalaugum fyrir skemmstu á hálendisferð um Fjallabak nyrðra. Leiðsögumenn hópsins vöktu athygli og þóttu standa sig afburðavel. Annar þeirra er 94 ára og hinn 85 ára.
Ferðafélag Íslands kynnir tvö fjallaverkefni sem fara af stað í haust. Annars vegar Haustgöngur Alla leið og hins vegar verkefnið Næsta skref. Kynningarfundir verða haldnir 24. og 25. ágúst.
Fyrstu tólf þátttakendur í æfingaverkefninu FÍ Landvættir útskrifuðust fyrir skömmu sem fullgildir Landvættir eftir að hafa klárað fjórðu og síðustu þrautina í ár, þ.e. Jökulsárhlaupið. Æfingahópur FÍ Landvætta heldur áfram í vetur og á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar á dagskránni.
Skemmtilegt haustverkefni er á dagskrá Ferðafélags Íslands þegar gengið verður á alls þrjár Tröllakirkjur sem allar eru staðsettar á Vesturlandi. Fyrsta ferðin er núna á laugardaginn 13. ágúst.
Veglegt albúm með myndum, söngtextum og heimildaefni um störf Sigurðar Þórarinssonar, vísindamanns er til sölu hjá Ferðafélagi Íslands. Albúmið kostar aðeins 4 þúsund kr. eða 3 þúsund fyrir félagsmenn FÍ.
Ferðaúrval Ferðafélags Íslands er í stöðugri þróun og helst í hendur við breytingar á áhugasviði landans og eftirspurn félagsmanna. Enginn þekkir þessar sveiflur betur en Sigrún Valbergsdóttir sem hefur stýrt starfi ferðanefndar FÍ í tólf ár.