Fréttir

Kynningar á ferðum næsta sumars

Næstu þrjá mánuði mun FÍ kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið verður upp á næsta sumar á sérstökum kynningarkvöldum þar sem fararstjórar segja frá ferðunum og sýna myndir.

Fjallaskíða- og gönguskíðaferðir

​Mikil vakning er í skíðaiðkun landsmanna. Á undanförnum árum hafa fjölmargir uppgötvað frelsi fjallaskíðanna þar sem gengið er upp fjöll með skinn undir skíðum og skíðað niður í ósnortnum snjó.

Frá snuði upp í staf!

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið.

Stjörnu- og norðurljósaskoðun nk. laugardag

Af hverju eru stjörnur mismunandi á litinn og hvers vegna sjást norðurljósin bara stundum?

Óbyggðirnar kalla....

​Talsverður snjór er á hálendi Íslands þessi misserin eins og hefðbundið er á þessum árstíma. Djúpur snjór liggur til dæmis yfir ölllu Fjallabaki eins og meðfylgjandi mynd sýnir en myndin er tekin í Hvanngili um síðustu helgi.

Alla leið á Sandfell og Selfjall

Alla leið dagskráin er að hefjast. Laugardaginn 23. jan. n.k. gengur Alla leið hópurinn á Sandfell og Selfjall fyrir ofan Lækjarbotna.

Fjall mánaðarins: Fótfrár og Þrautseigur. 23. janúar Reykjaborg Mosfellsbæ

Fyrir austan Reykjahverfið í Mosfellsbæ rís Reykjaborg, lítið fell og stakur klettahöfði, alláberandi séður frá bænum. Þangað er förinni heitið í fyrstu göngu gönguverkefnisins „Fótfrár“ hjá Ferðafélagi Íslands.

Myndakvöld FÍ miðvikdagskvöld kl. 20

Myndakvöld Ferðafélags Íslands, miðvikudagskvöld kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Kynning á völdum ferðum í Ferðaáætlun 2016. Þátttaka ókeypis - allir velkomnir

Níu skemmtilegar gönguferðir í samstarfi við HÍ

Með fróðleik í fararnesti - níu skemmtilegar gönguferðir í samstarfi við Háskóla Íslands

Kynningarfundur Alla leið

Farðu alla leið í kvöld á kynningarfundinn um fjallaverkefnið Alla leið þar sem fjallarefurinn og reynsluboltinn Hjalti Björnsson leiðir för á hæstu tinda og krefjandi fjöll. Frábært verkefni fyrir þá sem vilja standa á hæstu tindum Öræfajökuls í vor eftir stigvaxandi fjallgöngur og góðan undirbúning. Fundurinn er í sal FÍ Mörkinni 6 kl. 20.