Fréttir

Skrifstofa FÍ lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélagsins verður lokuð frá og með 22. desember 2012, opnum aftur 2. janúar 2013 kl 12.00. Síðasti opnunardagur skrifstofu er því föstudagurinn 21. desember.  Sjá vaktsíma skrifstofu......    

Eitt fjall á viku 2013

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjallaverkefnunum Eitt fjall á viku og Eitt fjall á mánuði og verða bæði verkefnin kynnt í upphafi árs 2013 á sérstökum kynningarfundum.  Eitt fjall á viku verður kynnt 2. janúar og Eitt fjall á viku 8 dögum síðar.

Sólstöðuganga og jólabakkelsi laugardaginn 22. desember

Ferðafélag Íslands stendur fyrir árlegri sólstöðugöngu á Esjuna laugardaginn 22. desember nk. kl. 10.  Gengið verður áleiðis á Kistufell eftir því sem aðstæður leyfa, meðal annars í gegnum skóginn ofan við aðstöðu Skógræktarfélags Reykjavíkur við Mógilsá. Gangan tekur ca þrjár klukkustundir. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa hver öðrum að smakka að lokinni göngu og er þá um leið boðið upp á heitt kakó í fjallaskála Esjustofu. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  

Fjalla Eyvindur og Halla - afreksfólk öræfanna

Afreksfólk öræfanna - FjallaEyvindur og Halla, nýtt smárit FÍ hefur runnið út eins og heitar lummur og greinilegt að margir hafa áhuga á að lesa um þennan mesta útivistargarp íslenskrar þjóðar sem var í útlegð á fjöllum í háttí í 40 ár....,   Ferðafélag Íslands er umfangsmikill útgefandi bóka, korta og smárita sem tengjast ferðamennsku og náttúru landsins. Á hverju ári gefur FÍ út árbók félagsins sem hefur komið út í óslitinni röð í 85 ár og skipar sérstakan sess á fjölmörgum heimilum, og er ein nákvæmasta íslandslýsingin sem völ er á.  Þá koma einnig út á hverju ári smárit, handhægar gönguleiðalýsingar eða sögulegur fróðleikur um ákveðin svæði, sem og reglulega gefur félagið út kort af ákveðnum leiðum og svæðum.

Aðventukvöld á fimmtudaginn 13. des.

Fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00 verður haldið aðventukvöld í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. helgað Fjalla-Bensa. Sigurjón Pétursson sýnir ljósmyndir af Möðrudalsöræfum og Pétur Eggerz sýnir einleik sem byggður er á Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Aðgangseyrir 1500 krónur. Kakó og smákökur. Komið og hittið félagana og njótið góðrar skemmtunar.

Fjall mánaðarins í desember er Skálafell 574 m

Skálafell á Hellisheiði er fjall sem blasir við á hægri hönd þegar ekið er austur Hellisheiði. Það er eitt af þeim fjöllum sem láta lítið yfir sér en þegar komið er upp á það kemur útsýnið á óvart. Nafnið mun vera dregið af skála Ingólfs sem hermt er að hafi verið þar. Það er skemmtilega staðsett á heiðarbrúninni fyrir ofan Ölfusið og á góðum degi er mjög víðsýnt af fjallinu, sérstaklega til suðurs og til austurs yfir suðurlandsundirlendið.

Ferðafélag Íslands 85 ára í dag

Ferðafélag Íslands 85 ára í dag Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Allir eru velkomnir í félagið og félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum  og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni.  . Í Ferðafélagi Íslands eru um átta þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spilakvölda, þorrablóta og margs fleira. Allir slíkir viðburðir eru kynntir með góðum fyrirvara hér á heimasíðu félagsins.  

Vetrargleði í Þórsmörk

Venus og Júpíter voru með í för Ferðafélags barnanna inn í Þórsmörk um liðna helgi ásamt fyrsta vetrarsnjónum, góða skapinu, dásamlegu veðri og endalausri gleði.

Næsta myndakvöld FÍ fimmtudaginn 29. nóvember

Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Þá verða sýndar myndir úr ferðum 52 fjalla hóps FÍ sem og fyrsta kynning á 52 fjalla verkefni næsta árs. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fjallgönguleiðir við Glerárdal

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýtt fræðusrit sem er hið sextánda i ritröð gönguleiðarita. Gönguritið er að þessu sinni um gönguleiðir við Glerárdal. Höfundur er Haraldur Sigurðsson. Ritið er fáanlegt á skrifstofu Ferðafélags Íslands.