Fréttir

Næsta myndakvöld FÍ fimmtudaginn 29. nóvember

Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Þá verða sýndar myndir úr ferðum 52 fjalla hóps FÍ sem og fyrsta kynning á 52 fjalla verkefni næsta árs. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fjallgönguleiðir við Glerárdal

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýtt fræðusrit sem er hið sextánda i ritröð gönguleiðarita. Gönguritið er að þessu sinni um gönguleiðir við Glerárdal. Höfundur er Haraldur Sigurðsson. Ritið er fáanlegt á skrifstofu Ferðafélags Íslands.  

Aðalfundur Vina Þórsmerkur

Aðalfundur Vina Þórsmerkur haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni miðvikudag 28. nóvember kl. 20:00.Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess að fjallað verður um útbreiðslu birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu, lúpínu á Þórsmerkursvæðinu, göngubrú yfir Markarfljót og stígaviðhald, auk skipulagsmála.Stjórnin

Fjall mánaðarins í nóvember er Ármannsfell 17. nóvember

Ellefta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 17. nóvember.

Hengill 27. október.

Lagt var íann í ausandi rigningu og þokan beið fagnandi í Sleggjubeinsskarðinu.

GPS staðsetningartæki og rötun

Námskeið á GPS staðsetningartæki og í rötun 13. - 17. nóvember.   Á námskeiðinu er kennd notkun á staðsetningartækjum. Þátttakendur æfa sig í að finna punkta, setja inn í tækin og merkja út á korti. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfin og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum. Námsgöng: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Tími: 13. nóvember þriðjudagur 19:30 - 22:30 15. nóvember fimmtudagur 19:30 - 22:30 17. nóvember laugardagur Útiæfing sem tekur um 2 tíma Alls 8 klukkustundir / 12 kennslustundir. Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku. Námskeiðsgjald: 21.900 kr.Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Félagar í Útivist, Ferðafélagi Íslands og Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS) fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi. Staðsetning: stofa 206 á 2. hæð Tækniskólans við Háteigsveg (áður Sjómannaskólinn).  

Sportís veitir félögum FÍ tilboð á gönguskóm

Sportís hefur opnað nýja verslun í Mörkinni 6 í sama húsnæði og Ferðafélag Íslands Í tilefni af því ætla þeir að bjóða félögum FÍ góða gönguskó á frábæru verði kr. 17.990 í stað kr.  23.990. Þessir skór hafa allt það sem góðir gönguskór þurfa að hafa! Eru meðal annars vatnheldnir með góðan vibram sólar og öndun. Þeir bjóða alla félagsmenn FÍ velkomna og taka vel á móti ykkur. Framvísa þarf félagsskírteini        

Fjall mánaðarins í október er Hengill – Skeggi 805 m

Tíunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. október.

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins 27. október

Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 27. október, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, Háskóla Íslands. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur flytur erindi sitt sem hann nefnir „Dumbur hefir konungur heitið“ Örnefnagjöf á landgrunni Íslands Örnefni voru staðsetningartækni fyrir tíma staðsetningartækja. Það átti við jafnt á landi sem legi. Í fyrirlestrinum verður farið nokkuð yfir eðli örnefna á sjó og hvernig þau voru notuð. Staðsetningartækni nútímans eru ógegnsæjar tölur sem ekki henta þegar lýsa þarf landsvæðum og eiginleikum þeirra. Því eru örnefni enn í dag bráðnauðsynlegt tól. Þegar íslensk stjórnvöld hófu undirbúning að kröfugerð vegna svæða í úthafinu í grennd við landið kom í ljós að gefa þurfti fjölda nýrra örnefna til að getað lýst svæðunum á mannamáli. Þessi svæði eru utan hefðbundinna veiðislóða og engin örnefni til fyrir. Þetta er engin nýlunda því aðrar þjóðir hafa farið þessa sömu leið, s.s. Norðmenn og Írar. Í okkar tilfelli var sótt í sjóð fornbókmenntanna sem einnig er sú leið sem flestar aðrar þjóðir fara og er þar af nógu að taka. Frændur vorir Færeyingar voru á sama tíma að gefa nöfn og þeirra stefna var sú sama og okkar. Gefin hafa verið örnefni á þremur svæðum: Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen, Ægisdjúpi austur af landinu og á Rockall-Hatton svæðinu.   Félagar eru hvattir til að koma og kynnast einkar áhugaverðu efni.

Vestursúla 29. september. Komumst í snjó.

Fallegt fólk í fallegu veðri á fallegu fjalli þegar farið var á Verstusúluna, nei Vestursúluna.