Afreksfólk öræfanna - FjallaEyvindur og Halla, nýtt smárit FÍ hefur runnið út eins og heitar lummur og greinilegt að margir hafa áhuga á að lesa um þennan mesta útivistargarp íslenskrar þjóðar sem var í útlegð á fjöllum í háttí í 40 ár....,
Ferðafélag Íslands er umfangsmikill útgefandi bóka, korta og smárita sem tengjast ferðamennsku og náttúru landsins. Á hverju ári gefur FÍ út árbók félagsins sem hefur komið út í óslitinni röð í 85 ár og skipar sérstakan sess á fjölmörgum heimilum, og er ein nákvæmasta íslandslýsingin sem völ er á. Þá koma einnig út á hverju ári smárit, handhægar gönguleiðalýsingar eða sögulegur fróðleikur um ákveðin svæði, sem og reglulega gefur félagið út kort af ákveðnum leiðum og svæðum.