Fréttir

Ratleikur FÍ í Heiðmörk

Ferðafélag Íslands hefur sett upp varanlegan ratleik í Heiðmörk fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hægt er að hefja ratleikinn hvenær sem er og þátttakendur geta verið einn eða fleiri.

Félagsmenn - munið að greiða árgjaldið

Árbók Ferðafélags Íslands 2012 um Skagafjörð vestan vatna kom út í byrjun sumars.  Árbókinni hefur verið vel ttekið og þegar hafa hátt í 5000 félagsmenn greitt árgjaldið og fengið bókina senda heim. Félagsmenn á ferð og flugi í ferðum og sumarleyfi er minntir á að greiða árgjaldið og fá þá bókina senda heim.

Fimmvörðuháls - Magni og Móði

FÍ býður upp á gönguferð yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi, 28. - 29. júlí.  Ekið að morgni laugardags kl. 8. frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið upp á Fimmvörðuháls eftir hinni hefðbundu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið er að Móða og Magna og ummerki eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 skoðuð. Þaðan gengið niður í  Strákagil þar sem rúta bíður og flytur göngumenn í Langadal. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka. Verð: 23.000 / 26.000 Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.  

Fíflahunang og þeytingur með haugarfa

Blíðviðri hið besta fylgdi 150 manna hópi barna og fullorðinna sem gekk um Heiðmörkina í grasaleit með Ferðafélagi barnanna fyrir skemmstu.

Gengið var á Hafnarfjall 7. júlí

Farið var í þungbúnu veðri og fljótlega var hópurinn horfinn upp í þokuna. Hvað síðar gerðist í snarbröttum og landsfrægum skriðum Hafnarfjalls er ekki vitað.

Sungið fyrir álfana

Ferðafélag barnanna greip tækifærið á Jónsmessunni og heilsaði upp á álfa og huldfólk á Vífilsfelli. Veðurguðirnir léku við allar náttúruverur á kreiki; börn og álfa og jafnvel foreldrana líka!

Fjall mánaðarins í júlí er Hafnarfjall

Hafnarfjall og nærliggjandi fjallasvæði er mjög skemmtilegt til fjallgangna. Fjallið og umhverfið er mótað af djúpum dölum og yfir þeim rísa fallegir tindar sem auðvelt er að ganga á. Flestir kannast við ökuleiðina undir skriðum Hafnarfjalls og hafa ekið þar á leið í Borgarfjörð.

Gengið var á Heiðarhorn 23. júní.

Vaskur hópur fór á Heiðarhorn Skarðsheiðar og hreppti þar einstakt góðviðri.  Ekki var hægt að kvarta undan veðurblíðunni á toppi fjallsins í logni og steikjandi hita

Gengið var á Kálfstinda 26. mai

Lagt var af stað við Laugarvatnshella og gengið inn með Reyðarbarmi og upp í Flosaskarð. Þaðan var síðan bröllt upp bratta skriðu og fljótlega tók af alla útsýn bæði upp og niður vegna þoku sem lá yfir fjöllunum. Þegar upp var komið hófst afar fróðlegur fyrirlestur um það sem hugsanlega bæri fyrir augu.

Aukaferð um hinn Óeiginlega Laugaveg

    Vegna breytinga verður farin aukaferð um Óeiginlega Laugaveginn dagana 18-23 júlí. Gengið er um afkima og fáfarnar slóðir í nágrenni hins hefðbundna Laugavegar og ýmsar fáséðar náttúruperlur skoðaðar. Sjóðandi tjarnir, gashverir, ölkeldur og margt fleira ber fyrir augu.Fararstjórar í þessari ferð eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir en þau komu þessari ferð á fót fyrir nokkrum árum og hafa færri komist að en vilja.Farangur þátttakenda er fluttur milli skála og þeir ferðast með dagpoka. Gist er í Hrafntinnuskeri, Hvanngili, Emstrum og Langadal. Óeiginlegur Laugavegur er um 80 km á lengd en hefðbundin leið um Laugaveginn er 56 km.Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533.