Fréttir

25 gönguleiðir á Reykjanesskaga

Út er komin bókin 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga eftir Reyni Ingibjartsson hjá bókaútgáfunni Sölku þann.Bókin er í sama flokki og 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu og 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú býðst þessi einstaka bók á tilboðsverði fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands – á 2.990.- kr. en fullt verð er 3.990. Félagsmenn framvísa þá félagsskírteini í húsnæði Sölku, Skipholti 50 c.

Fjölbreyttar ævintýraferðir

Klettaklifur, draugaganga, hellaskoðun, villibað, fuglaskoðun og grasalækningar er meðal þess sem boðið er upp á í fjölbreyttum ferðum hjá Ferðafélagi barnanna í sumar. Myndarlegur bæklingur með ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2012 er kominn út og í dreifingu og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem kitlar ævintýraþrána.

Fjölbreyttar ævintýraferðir hjá Ferðafélagi barnanna

Klettaklifur, draugaganga, hellaskoðun, villibað, fuglaskoðun og grasalækningar er meðal þess sem boðið er upp á í fjölbreyttum ferðum hjá Ferðafélagi barnanna í sumar. Myndarlegur bæklingur með ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2012 er kominn út og í dreifingu og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem kitlar ævintýraþrána. Ferðirnar eru mislangar eða frá tveimur klukkustundum og upp í fjóra daga og þó flestar séu farnar í nágrenni Reykjavíkur er líka farið á Hornstrandir, upp á Kjöl og inn í Þórsmörk.

Á ermalausum bol

Ríflega hundrað manna hópur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands gerði góða reisu inn í Þórsmörk um liðna helgi. Hópurinn hreppti rjómablíðu og gekk á gönguskóm og ermalausum bol um allar koppagrundir.

Vorferð Hornstrandafara 9. júní

Vorferð Hornstrandafara 9. júní n.k. Ítrekun til þeirra sem eiga eftir að skrá sig í vorferðina Gengið verður frá Villingavatni/Selflatarrétt til Hveragerðis. Leiðin er um 11-12 km löng. Hækkun er um 350 m og ótrúlega gott útsýni. Þægileg, róleg ganga í 4-5 tíma. Farið verður frá F.Í., Mörkinni 6, kl. 10:00 en frá kirkju Óháða safnaðarins kl. 9:45 eftir messu. Að göngu lokinni bíða heitir pottar, sund og matur á Hótel Örk. Matseðill: Villisveppasúpa Lambalæri með ýmiss konar góðgæti Heimalagaður ís Verð kr. 6.000,- Eins og venjulega verður unnt að geyma sundföt og annan farangur í rútunni. Vinsamlegast hafið gjaldið tilbúið í reiðufé í bílnum á leiðinni þar sem gjaldkerinn mun innheimta það. Skráið ykkur sem fyrst og eigi síðar en 2. júní. Við vonumst svo til að sjá ykkur sem flest og endilega takið með ykkur vini og vandamenn, það eru allir velkomnir. Skráning hjá: Eiríki í síma 849-9895, Eygló 895-4645 og Magnúsi 895-6833 og hjá FÍ netf. fi@fi.is og síminn er 568-2533. Einnig má skrá sig með því svara þessum pósti með „reply“. Við hlökkum til að sjá ykkur. Bestu kveðjur Nefndin

Hringferðir fjallatinda - Akrafjall 2. júní

Ferðafélag Íslands býður upp á sérstakar hringferðir þar sem gengið er á hæstu tinda en farið aðrar leiðir niður en þó ávallt endað á upphafsstað göngu .  Nk. laugardag 2. júní  verður gengin hringferð á hæsta tind Akrafjalls. Fararstjórar eru hinir galvösku fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir.

Jarðhitasvæðin við vesturjaðar Reykjanesfólkvangs

Ferðafélag Íslands og Landvernd standa fyrir ferð um jarðhitasvæðin við vesturjaðar Reykjanesfólkvangs nk. laugardag.  Frá Reykjanesbraut verður ekið um Afstapahraun að Höskuldarvöllum og Trölladyngju. Gengið verður upp á hæðina sem eftir stendur af Eldborg við Trölladyngju og horft yfir jarðhitasvæðið en gígurinn er hornpunktur í Reykjanesfólkvangi.

Björgun Reykjanesfólkvangi - fréttatilkynning frá Landvernd

Björgum Reykjanesfólkvangi: Opinn fundur og pallborð með stjórnmálamönnum 30. maí kl. 20-22 Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna þar sem fundargestum gefst færi á að spyrja þingmenn spurninga. Fundurinn fer fram í Tjarnarbíói miðvikudagskvöldið 30. maí, kl. 20-22. Örlög Reykjanesfólkvangs hvíla nú á herðum 63 þingmanna. Samkvæmt tillögu iðnaðar- og umhverfisráðherra verður leyft að ráðast í sjö af fimmtán virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi, og aðrar fimm hugmyndir bíða á hliðarlínunni (biðflokkur). Verði tillaga ráðherranna samþykkt gæti Suðvesturland orðið nær samfellt orkuvinnslusvæði frá Reykjanesi að Nesjavöllum við Þingvallavatn, með fjölda orkuvera, vegum og slóðum, borholum, lögnum og háspennulínum. Reykjanesfólkvangur er eitt vinsælasta útivistarsvæði í nágrenni stærsta þéttbýlis landsins og býður upp á einstaka möguleika fyrir náttúrutengda ferðamennsku og upplifun fólks af lítt snortinni náttúru. Samtök um náttúruvernd á Íslandi hafa mótmælt því harðlega hve margar virkjunarhugmyndir lenda í orkunýtingarflokki á Suðvesturlandi og hafa lagt sérstaka áherslu á verndun Reykjanesfólkvangs með stofnun eldfjallaþjóðgarðs. Allir eru velkomnir. DAGSKRÁ: Reykjanesfólkvangur: Jarðminjar og orkuvinnslaSigmundur Einarsson, jarðfræðingur Reykjanesskaginn – ruslatunna rammaáætlunar? Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, leiðsögumaður og stjórnarmaður í NSVE Eldfjallagarður á Reykjanesskaga: Náttúruvernd sem auðlindÁsta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar   Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Guðbrandsson (863 1177).

Örgöngur 30. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Fimmta  og síðasta gangan um nágrenni Grafarholts á þessu vori verður miðvikudag 30. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19.  Leið: Gengið á stíg sem liggur samhliða Kristnibraut og undir Vesturlandsveg hjá Grafarholtsbænum.  Eftir stutta viðdvöl hjá Grásteini er Grafarlæknum fylgt og sveigt inn á gömlu heimreiðina að Keldum.  Gengið um Keldnahlaðið og norður á stíg sem liggur upp á Keldnaholtið. Staðnæmst verður við Keldnakot en svo haldið þaðan inn á stíg er liggur að Vesturlandsvegi. Ráðlegt er að vera í  góðum skóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðir eru 1 ½ - 2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Til þátttakenda í Hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk

Til þátttakenda í Hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk. Brottfarartími í gönguna verður kl. 3.30 aðfaranótt laugardags frá Sandfelli. Fararstjóri.