Fréttir

Snjókoma í Hrafntinnuskeri

Leiðindaveður hefur verið undanfarna daga að Fjallabaki og í nótt snjóaði í Hrafntinnuskeri þannig að illfært var  fyrir trússbíla að þjónusta ferðahópa. Ferðafélag Íslands lokar skálum sínum á Laugaveginum eftir næstu helgi.

Dagur íslenskrar náttúru - ratleikur í Heiðmörk

Ferðafélag Íslands bendir á ratleik í Heiðmörk sem félagið hefur nýverið sett upp sem tilvalinn leik til að taka þátt í degi íslenskrar náttúru sem Umhverfisráðuneytið stendur fyrir nk. sunnudag.  Allar nánari upplýsingar um ratleikinn má finna hér á heimasíðunni.....

Okkur finnst rigningin góð!

Það rigndi fyrst smá, svo meira og að lokum eins og hellt væri úr fötu þegar Ferðafélag barnanna gekk um Heimaey fyrir skömmu. Vaskur krakkahópur lét það ekkert á sig fá heldur þrammaði um Eyjuna og skoðaði alls konar spennandi hluti. Fýlusvipurinn var aðeins settur upp fyrir myndavélina!

Gengið var á Hlöðufell 25. ágúst

Gott veður og frábært skyggni.

Skálar FÍ loka uppúr miðjum september

Skálar Ferðafélags Íslands loka upp úr miðjum september, m.a. alli skálar félagsins að Fjallabaki.  Skálar í Þórsmörk og í Landmannalaugum verða þó opnir fram í októrber.  Vonskuveður getur skollið á með rigningu og roki með stuttum fyrirvara og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir.

Veður tekið að versna á hálendinu

Ferðafélag Íslands bendir ferðamönnum á  á breyttar veðurhorfur á hálendinu nú með haustinu. . Kólnað hefrur og má reikna með mikilli úrkomu og jafnvel snjókomu á næstu dögum. Fólk er því beðið að búa sig vel í haustveðrinu og gæta fyllstu varúðar áður en lagt er í lengri gönguferðir. Ökumenn gæti sérstakrar varúðar þegar þvera þarf ár þar sem þær eru margar hverjar afar vatnsmiklar vegna mikilla rigninga.

Þjóðsögur, draugasögur, hjátrú og vikivaki

Kristín Einarsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild, leiðir hjólaferð, með aðstoð Þjóðbrókar, félags þjóðfræðinema, þar sem þjóðsögur, draugasögur, hjátrú sjómanna, vikivaki og óvæntar uppákomur verða á vegi okkar. Lagt verður af stað frá Sólfarinu við Sæbraut og hjólað meðfram sjónum að Gróttu, þaðan með Ægisíðunni að Nauthólsvík, um Fossvogsdalinn, síðan Laugardalinn og endað við Sólfarið. Þátttakendur mæti á hjóli og er gert ráð fyrir að ferðin taki um tvær klukkustundir. Lagt verður af stað frá Sólfarinu kl. 11.

Með drullumall á tánum

Líklegast var drullumallið efst á vinsældalistanum hjá krökkunum sem tóku þátt í Ævintýraferð Ferðafélags barnanna upp á Kjöl um síðustu helgi. Enda notuðu þau hvert gefið tækifæri til að henda af sér skóm og sokkum og vaða og drullumallat sem mest þau máttu.

Fjall mánaðarins í ágúst er Hlöðufell 1186m

Áttunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 25 ágúst. Akstur að fjallinu krefst 4x4 ökutækis. Þeir sem ekki hafa slikan farkost geta nýtt sér rútu sem fer frá FÍ Mörkinni 6 kl: 07.30. Nauðsynlegt er að panta farið á skrifstofu FÍ í síðasta lagi fimmtudaginn 23. ágúst. Verðið er 3.500.-

Þórisgil í Brynjudal - Glymur í Botnsdal

FÍ stendur fyrir gönguferð í Þórisgil í Brynjudal um næstu helgi. Gangan hefst rétt innan Hrísakots í Brynjudal. Gengið með Þórisgili upp úr dalnum og yfir í Botnsdal. Ef veður og aðstæður leyfa verður gengið upp með Glymsgili og komið á þann stað þar sem Glymur sést allur. Gangan endar síðan við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal. Nánari upplýsingar um svæðið í ritinu Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson.