Fréttir

Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

 Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar haustið 1912 er þekktasta gönguferð íslenskra bókmennta. Þórbergur hélt dagbók á leiðinni, lýsti veðri, skráði hvenær hann lagði af stað og kom á bæi, tíundaði hvar hann fékk kaffi, hvar hann gisti og hvað það kostaði.

Dirrindí og blautar tær

Lóur, kríur, álftir, margæsir og æðarfuglar voru meðal þeirra fugla sem 120 manna hópur barna og foreldra skoðaði í fuglaskoðunarferð Ferðafélags barnanna á Uppstigningardag.

Dirrindí og blautar tær

Lóur, kríur, álftir, margæsir og æðarfuglar voru meðal þeirra fugla sem 120 manna hópur barna og foreldra skoðaði í fuglaskoðunarferð Ferðafélags barnanna á Uppstigningardag.

Fjall mánaðarins í mai eru Kálfstindar 824m

Fimmta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. mai. Kálfstindar eru hluti af langri fjallaröð sem teygir sig frá Lyngdalsheiði og til norð-austurs inn á hálendið ofan Laugarvatns. Þetta eru móbergsfjöll. Sum eru ávöl og slétt að ofan meðan önnur skarta hvössum tindum og skörpum hryggjum. Sjá nánar >>

Gengið var á Kerhólakamb Esju

Í þokusudda og hávaðaroki laugardaginn 28. apríl hélt stór hópur á Kerhólakamb Esju. Skyggni var 50 m. og hvasst þegar komið var uppá fjallið.

FÍ - HÍ og Ferðafélag barnanna með gönguferð nk. laugardag við Vífilsstaðavatn

Ferðafélag Íslands, Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna sameinast í gönguferð umhverfis Vífilstaðavatn nk. laugardag kl. 14.  Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands og Sigurður Snorrason prófessor við Líf - og umhverfisdeild HÍ leiða gönguferð við Vífilsstaðavatn....

Örgöngur 23. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Fjórða gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 23. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl 19.  Leið: Gengið verður um stíginn sem liggur að Hádegismóum – þaðan haldið upp á Hádegisholtið – þaðan um Lyngdalsklaufina í Skálina ( Paradísardal). Úr Skálinni er gengið að hitaveiturörinu, sem liggur að tönkunum á Grafarholtinu. Þetta er ekki hraðganga. Ætlaðar eru 1 ½ - 2 stundir til ferðarinnar.  Verið á góðum skóm.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Samstarf innsiglað á hæsta tindi Íslands

  Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, völdu óvenjulega leið til að undirrita nýjan samstarfssamning Ferðafélagsins og Valitor síðastliðna helgi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skruppu upp á  Hvannadalshnjúk  ásamt fríðu föruneyti þar sem gjörningurinn var framinn. Takmarkinu var náð eftir um 10 klst.  göngu og fór undirskriftin fram um hádegisbil á föstudeginum í roki og kulda en björtu skyggni og fögru útsýni. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor: „Val okkar á hæsta tindi Íslands til undirritunar var ekki einungis til þess að takast á við skemmtilega og holla áskorun. Valið er líka táknrænt fyrir áherslu beggja félaganna á ná sem bestum árangri í öllu okkar samstarfi. Það er ánægjulegt að geta stutt við starf Ferðafélagsins og gaman að sjá hvernig Íslendingum sem ferðast innanlands fer sífellt fjölgandi.  Áhugi á útiveru og náttúru landsins hefur aukist mjög samhliða almennri vakningu um mikilvægi heilbrigðra lífshátta. Þessi áhugi hefur meðal annars náð inn í starfsmannahóp Valitor og við höfum átt gott samstarf við FÍ á þeim vettvangi.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ:  „Það er mikilvægt fyrir félagið að njóta stuðnings öflugra aðila á borð við Valitor.  Það hjálpar okkur meðal annars bjóða upp á ókeypis ferðir og þar með hvetja fólk til gönguferða og útivistar. Svo mikil þátttaka er orðin í okkar starfi að við getum stolt talað um það sem lýðheilsustarf á meðal landsmanna. Það var mjög skemmtilegt að svo fjölmennur hópur frá Valitor tæki þátt og sýndi hvað í honum býr. Ganga sem þessi krefst góðs úthalds, hækkunin er rúmlega 2.000 metrar sem reynir á þolrifin og ágætis áskorun þegar gengið er á tindinn og niður aftur nánast í einni lotu.“ Valitor hefur verið aðalsamstarfsaðili Ferðafélags Íslands undanfarin fimm ár og hefur m.a.  styrkt félagið til uppbyggingar á gönguleiðum, til skiltagerðar og bættrar aðstöðu á hálendi Íslands.  Þá hafa Valitor og FÍ unnið saman að gönguferðum og útiveru starfsmanna Valitor.  Í undirskriftarleiðangrinum var 42 manna hópur frá Valitor, starfsmenn og makar, sem höfðu tekið þátt í æfingarferðum FÍ undanfarna mánuði með það fyrir augum að búa sig undir gönguna á Hvannadalshnúk.  Ferðin gekk mjög vel enda farin undir traustri leiðsögn þaulkunnugra farastjóra FÍ. Nánari upplýsingar veita Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands í síma 568-2533 og Kristján Þór Harðarson, sviðsstjóri  Markaðs-og þróunarsviðs Valitor í síma 525-2000.

Örgöngur 16. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Þriðja gangan er miðvikudaginn 16. maí.  Leið: Gengið um stíginn sem liggur samhliða rörunum frá Nesjavöllum. Þaðan er haldið um stíg sem liggur um Selbrekkur að Rauðavatni – þaðan vestur með vatninu og upp Lyngdalinn – þaðan í Skálina og niður á göngustíg sem liggur um golfvöllinn.

Ferðafélag barnanna - fuglaskoðunarferð 17. maí

Fuglaskoðun og fjöruferð. Álftanes 17. maí. Kl. 16:00-18:00 Á Uppstigningardag fara allir út á Álftanes að skoða fugla, telja fugla, teikna fugla og semja ljóð um fugla. Fuglafræðingur fræðir þátttakendur um fugla og fjörulíf. Gott er að taka með eitthvað til að nasla í og jafnvel fötu, skóflu og stækkunargler. Mæting: Hist á einkabílum á bílastæðinu við Bessastaðakirkju á Álftanesi kl. 16:00. Ferðin tekur um 2 klst. Óþarfi að skrá sig hjá FÍ. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.