Fréttir

Skyndihjálparnámskeið FÍ 2012

Óhöpp í óbyggðum – Fjallbræður  FÍ hélt skyndihjálparnámskeið fyrir fararstjóra og göngufólk nú í febrúar og mars

Gönguskíðakynning hjá FÍ á fimmtudag

Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands standa fyrir kynningu  á skíðagönguíþróttinni í sal Ferðafélags Íslands fimmtudaginn 8. mars kl. 20  Meðal annars verða hinar ýmsu gerðir af skíðum kynntar, t.d. ferðaskíði, brautarskíði og fjallaskíði sem og ýmis annar skíðabúnaður, t.d. púlkur, klæðnaður ofl. Svarað verður spurningum um hvað þarf að hafa í huga við kaup á skíðum og fleira eftir því sem gestir kunna að óska.  Farið verður yfir skíðáburð og tækni við að bera á skíði, einnig sagt frá skíðagöngumótum á Íslandi.  Þá mæta fulltrúar frá Útivistarversluninni Everest og kynna skíðabúnað og tilboð á völdum skíðavörum.  Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands

Skrifstofa lokuð í dag 7. mars

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag 7. mars vegna vegna uppfærslu á tölvukerfi félagsins. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Starfsfólk FÍ

Utangátta uppí Mosfellssveit

Eitt fjall á mánuði í febrúar var Grímannsfell í Mosfellsdal. Fellið er hæsta fjallið í Mosfellsku Ölpunum og teygir sig heila 482m upp í himininn. Þegar gangan hófst um kl: 10.00 á Helgadalsvegi vestan undir fjallinu  var skýjað. Taldi söfnuðurinn 138 einstaklinga og nokkra hunda í þokkabót.

Vinir Þórsmerkur - aðalfundur

 Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir. Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem hafa starfsemi í Þórsmörk; Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings Eystra og Skógrækt ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagins var að stofna félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu sér í lagi í tengslum við náttúruvernd.

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar vegna námskeiðs starfsmanna.

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar vegna námskeiðs starfsmanna.

Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum

Þann 5. mars næstkomandi kl. 20:00 mun www.safetravel.is og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða öllum áhugasömum ferðalöngum á á fyrirlestur er kallast “Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum”. Farið verður í virkni mismunandi búnaðar og hvernig miðar að því að auka lífslíkur þess sem grefst í snjóflóði. Þetta er fyrirlestur sem enginn sem ferðast í fjallendi að vetrarlagi ætti að láta framhjá sér fara. Fyrirlesturinn verður á tveimur stöðum samtímis, annarsvegar í húsnæði Hjálparsveita skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og hinsvegar í húsnæði Súlna – björgunarsveitarinnar á Akureyri að Hjalteyrargötu 12.

Tilboð á Ferðaaski til félagsmanna FÍ

Tilboð á ferðaaski til félagsmanna FÍ.  Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt af  verði FerðaAsks.FerðaAskur inniheldur allt nesti sem þú þarft, hvort sem þú ert að fara í dagsferð eða lengri ferð.Bæði Litli FerðaAskur fyrir dagsferðir og Stóri FerðaAskur fyrir 2ja til 5 daga ferðir, eru til í 3 stærðum. Alvöru íslenskt nesti þar sem öllu er pakkað í góðar umbúðir og eina sem þarf að taka með er heitt vatn á brúsa. Panta þarf fyrir kl. 15, 2 dögum

Aðalfundur Vina Þórsmerkur

,Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00.Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.  Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir.   Stjórn Vina Þórmerkur."