Fréttir

Gönguleiðir og áningastaðir í A- Skaftafellssýslu

Boðað er til kynningarfundar um gönguleiðir og áningarstaði í A- Skaftafellsýsluog samspil þess við önnur verkefni.  Fundurinn verður haldinn í Hrollaugsstöðum, þriðjudaginn 24. janúar 2012, kl. 20.00.  Á meðal frummælenda á fundinum er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga

 Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn á Ströndinni í Víkurskála laugardaginn 21. janúar 2012 kl. 14:00Fundarefni:1. Venjuleg aðalfundarstör2. Önnur mál.   Stjórnin  

Gengið á góða spá- skíðaganga á sunnudaginn

Sunnudaginn 22. janúar n.k. efnir Ferðafélag Íslands til skíðagönguferðar í Marardal undir slagorðinu: Gengið á góða spá.  Gangan hefst við Hellisheiðarvirkjun og verður haldið norður með Húsmúla í Engidal og þaðan áleiðis í Marardal. Engidalur og Marardalur eru í hlíðum Hengilsins. Hér fyrir neðan er kort sem sýnir upphafsstað göngu og leiðina þangað.  

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands kemur út 24. janúar

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands kemur út 24. janúar nk og er þá dreift í pósti til allra félagsmanna sem og birtist á heimasíðu félagsins og fer í dreifingu með Morgunblaðinu.

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28. janúar.

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Nú er verkefnið Eitt fjall á mánuði 2012 að fara af stað. Þegar hefur góður hópur skráð sig til þátttöku en enn er tekið við skráningum.

Samráðsfundir um stjórnunar- og verndaráætlun vestursvæðis Vatnajökuls

Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til samráðsfunda um Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir nýtt svæði (Langasjó – Eldgjá) sem bættist við þjóðgarðinn sl. sumar. Fundirnir verða haldnir 23. jan., 24. jan. og 25. jan.

Ferðafélag Íslands gerir samning um rekstur Húsadals

Ferðafélag Íslands hefur gert samning við félagið Stjörnunótt ehf. um rekstur Húsadals í Þórsmörk.  Ferðafélag Íslands keypti Húsadal sl. sumar af Kynnisferðum og hefur nú leigt út reksturinn til 10 ára. Sjá nánari upplýsingar um hina nýju rekstaraðila.

FÍ Garpar - dagskrá

Þau fjöll sem gengið verur á í dagskrá FÍ Garpa sem kynnt var á kynningarfundi í gær eru sem hér segir:  Skeggi/Hengill, upphitunarferð, miðnæturganga í lok febrúar,  Eyjafjallajökull, Miðfellstindur, Birnudalstindur, Loðmundur og Snækollur, Herðubreið og Snæfell og Hrútfell á Kili.

130 gengu á Úlfarsfell með FÍ- Eitt fjall á viku

130 manns mættu í fyrstu gönguna undir merkjum Eitt fjall á viku eða 52 fjöll á árinu með Ferðafélagi Íslands. Fyrsta gangan var farin á Úlfarsfellið í súldarveðri og blautu færi sem á köflum var fljúgandi hált. Ekki kom það mjög að sök því mjög margir voru vel búnir á smábroddum sem teljast ómissandi í fjallgöngum að vetri.Hópurinn fagnaði á toppnum þótt lítt sæist til fjalla og mikil gleði ríkti í hópnum og góð stemmning sveif yfir vötnunum.Þátttaka í tveimur fyrstu ferðunum er heimil án skráningar en þegar hafa margir tugir þátttakenda skráð sig og skuldbundið til þátttöku út árið.Næsta fjall sem hópurinn tekst á við er Mosfell í Mosfellsdal á næsta laugardag. Fylgist með frá byrjun.